Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2014 | 14:00

The Masters 2014: Luke Donald fékk 2 högg í víti

Luke Donald fékk 2 högg í víti á The Masters risamótinu í gær, fimmtudaginn 10. apríl (upphafsdag mótsins) fyrir að „grounda“ kylfu sína meðan boltinn var enn í sandglompu á 9. holu.

Talsmaður Augusta National sagði að áhorfandi hefði tilkynnt um vítaverðu framgöngu Donald og komið henni á framfæri við eftirlitsmann á vellinum.

Talsmaður Augusta National, Steve Ethun, sagði að Donald hefði verið gert viðvart um vítið áður en hann skrifaði undir skorkort sitt en hefði hann skilað inn röngu skori hefði honum verið vísað út mótinu.

Donald lék því á 77 höggum en varð að bæta við 2 vítahöggum á 9. holu og var skor hans því 79 (+7).

Sagt er að ekkert risamót vinnist á 1. degi en þau geti tapast á 1. degi og er þetta gott dæmi þess, en afar ólíklegt er að Donald sigri nú í mótinu, hann gerði vel ef hann kæmist í gegnum niðurskurð!

Donald tjáði sig um vítið á Twitter:

Fékk 2 högg í víti á 9. í dag. Skyldi bönkerhöggið mitt eftir í bönkernum og snerti sandinn fyrir næsta högg. Býsna heimsk mistök …

Ég get sætt mig við eitt og eitt slæmt högg en að gera mistök eins og þessi er ansi pirrandi og svo ólíkt mér…..

Ó, jæja, ekkert hægt að gera við þessu en að gleyma og reyna að ná fullt af fuglum á morgun (þ.e. í dag).“