GG: Opnun nýrrar vefsíðu
Golfklúbbur Grindavíkur tók nýverið í notkun nýja og endurbætta vefsíðu,www.gggolf.is. Á vefsíðunni er hægt að finna allar helstu upplýsingar um Golfklúbb Grindavíkur, sögu klúbbsins, fréttir og upplýsingar um Húsatóftavöll. Vefsíðan er glæsileg og er hönnuð með nýjustu tækni í huga.
Nýi vefurinn er unninn í samstarfi við Hype Markaðsstofu. Við hönnun vefsíðunnar var litið til þess að auðvelda snjallsíma- og spjaldtölvueigendum aðgengi að síðunni. Óhætt er að segja að það hafi tekist því notendaviðmót hentar ekki síður fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en fyrir hefðbundnar tölvur.
Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur:
„Golfklúbbur Grindavíkur er í mikilli sókn. Húsatóftavöllur stækkaði í 18 holur fyrir tveimur árum og á sama tíma tókum við í notkun nýjan golfskála. Við teljum að ný og endurbætt vefsíða sýni þann metnað sem ríkir í klúbbnum. Upplýsingaflæði til félagsmanna GG og kylfinga um land allt mun taka stakkaskiptum með tilkomu þessarar vefsíðu.“
Búið er að opna inn á sumarflatir á Húsatóftavelli og er völlurinn opinn þegar veður leyfir. Allir kylfingar velkomnir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024