Spieth vill vera með í Ryder Cup
Segja má að Jordan Spieth hafi aldeilis vakið athygli á sér eftir að verða T-2 á The Masters risamótinu s.l. helgi – nálægt því að næla sér í græna jakka þegar í 1. sinn sem hann tekur þátt.
Spieth var aðeins 3 höggum á eftir Bubba Watson, á samtals 5 undir pari og á tímabili leit út að hann myndi slá met Tiger um að vera sá yngsti til að sigra á Masters, en það tókst ekki í þetta sinn.
Þrátt fyrir allt er þetta ansi mikið afrek hjá stráknum frá Texas, þegar haft er í huga að hann gerðist atvinnumaður fyrir aðeins 17 mánuðum síðan.
Hann tekur þannig þátt í RBC Heritage, sem er mót vikunnar á PGA Tour og hófst í dag.
„Masters mótið gerði mig golfþyrstan á ný,“ sagði hann skv. Savanahnow.com.
„Og tilbúinn til þess að koma aftur, sem er, hugsa ég eina leiðin til þess að bæta mér þetta upp að nokkru (þ.e. að tapa á Masters).“
„Það er ekkert sem sækir að mér frá s.l. viku. Mér fannst ég spila vel, var með engan hring yfir pari á þessum velli, var bara með 1 skolla á því hvernig völlurinn er settur upp.
„Ég trúi því að ég muni snúa aftur þangað (á Augusta National).“
Það voru nokkur móment þar sem reynsluleysi Spieth skein í gegn á lokahringnum á Masters. Það sýndi sig berlega á par-3 12. holu Augusta (einhverri frægustu braut heims) þegar hann gerði aggressíva atlögu að pinnanum, með þeim árangri einum að bolti hans landaði í Rae ánni og hann í raun afhenti Bubba sigurinn á silfurfati.
Eflaust hefir Mastersvikan tekið á hjá Spieth og hann hefir verið að jafna sig í faðmi fjölskyldu og vina.
„Ég vildi bara verja tíma (með fjölskyldu og vinum) og meðtaka vikuna,“ hélt Spieth áfarm.
„Jafnvel þó að ég hafi gert það milli hringja líka, var ég ekki fær um að njóta þess að fullu bara með því að sjá þau (fjölskyldu og vini). Ég reyndi að forðast að tala um golf og halda mér langt frá mótinu.“
„Við fórum aftur þangað og snæddum (í húsi umboðsmanns minns), spiluðum borðtennis, snóker og varöðum allri nóttinni saman. Eftir fjölmiðlafundina þegar við keyrðum frá golfvellinum, var orðið ansi áliðið.“
„Við sváfum bara. Það skipti mig miklu að hafa nánustu fjölskyldu og vini hér.“
Eitt af því sem nýi nr. 9 á heimslistanum (Spieth) hefur með sér er tíminn. Spieth horfir þegar til framtíðar í stað þess að hugsa um hvað hefði getað orðið. Hann stefnir að því að ná einu langtímamarkmiða sinna í golfinu: að spila í Ryder Cup. Og e.t.v. verður það honum til framdráttar að hann spilar með Davis Love III og Tom Watson í þessari viku.
Spieth sagði þannig: „Stórt markmið allt mitt líf hefir alltaf veirð að komast í Ryder Cup liðið.“
„Þannig að með því að vera í ráshóp með fyrirliðanum, þá er ég viss um að ég verð taugatrekktur að reyna að komast í álit hjá honum.
Í RBC mótinu taka þátt 7 af bestu 25 kylfingum heims. Og samkeppnin er hörð – þeir sem mæta Spieth eru m.a. Matt Kuchar, Zach Johnson og Graeme McDowell, sem á titil að vera.
En Spieth virðist enn á ný vera að gera góða hluti…. hann er T-5 eftir 1. hring RBC Heritage … og hefir eflaust vaxið í áliti hjá Watson fyrir vikið… þrátt fyrir allan taugatitring!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024