Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2014 | 11:30

EPD: Þórður Rafn stóð sig vel í Marokkó

Þórður Rafn Gissurason, GR, tók þátt í Open Lixus mótinu, sem er hluti af þýsku EPD mótaröðinni.

Mótið fór fram í Port Lixus Marina & Golf Resort í Larache, Marokkó.

Þórður Rafn komst í gegnum niðurskurð og spilaði þrjá hringi mótsins á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 73 76) og hafnaði í 38. sæti.

Þýski kylfingurin Max Krämer stóð uppi sem sigurvegari en hann lék á samtals 12 undir pari og munaði því 20 höggum eða u.þ.b. um 7 högg á hring milli þeirra Þórðar.

Fyrir sigurinn fékk Krämer um kr. 800.000,  en Þórður kr.  50.000.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lixus mótinu SMELLIÐ HÉR: