Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 14:00

LPGA: Stanford eykur forystuna í 4 högg

Angela Stanford jók forystu sína á LPGA Lotte Championship í 4 högg. Hún er samtals búin að spila á 13 undir pari, 203 höggum (72 64 67). Í dag fékk Angela aftur 3 fugla í röð á 11.-13. holu golfvallar Ko Olina golfklúbbsins, líkt og á 2. hring.  Á 2. hring var hún jafnframt með 5 fugla í röð á holum 3-7. Um það sagði Angela: „Mér líkar einfaldlega við nokkrar af þessum holum og ég hugsa að allir kylfingar muni segja þér að þegar maður spilar á mismunandi golfvöllum þá er nokkrar holum sem manni líkar við og sumar sem manni líkar ekki við.  Ég er svo heppin að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 12:00

Champions Tour: Jimenez byrjar vel á 1. móti sínu

Í gær hófst á TPC Sugarloaf í Duluth, Georgíu, Greater Gwinnett meistaramótið. Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez tekur nú í fyrsta sinn þátt í móti á Champions Tour og er í efsta sæti eftir 1. dag. Glæsileg byrjun þetta!!! Jimenez lék á samtals 7 undir pari 65 höggum. Í 2. sæti eru Bernhard Langer, Kenny Perry og Steve Pate, allir 3 höggum á eftir Jimenez. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Greater Gwinnett meistaramótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Greater Gwinnett meistaramótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 11:30

PGA: Haas dregur sig úr RBC vegna úlnliðsmeiðsla

Fyrrum FedEx Cup meistarinn Bill Haas dró sig úr RBC Heritage mótinu í gær,  föstudaginn langa vegna úlnliðsmeiðsla.   Haas leiddi eftir 1. hring á Masters risamótinu sællar minningar fyrir viku síðan eftir að hann átti glæsihring á Augusta National upp á 68 högg.  En hann fylgdi þeim hring eftir með öðrum upp á 78 og lauk keppni T-20. Á Harbour Town Golf Links þar sem RBC Heritage fer fram opnaði hann með 1 yfir pari, 72 höggum og var hann 6 höggum á eftir Matt Kuchar, Steven Langley og William McGirt, sem leiddu eftir 1. hring. Haas hóf ekki einu sinni 2. hring sinn, svo mikið var úlnliðurinn farinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Westwood með nauma forystu – hápunktar 3. dags

Lee Westwood er nú aðeins með 1 höggs forystu eftir 3. dag Maybank Malaysian Open í  Kuala Lumpur. Fjögura högga forysta sem hann var með eftir 2. hring er gufuð upp m.a. vegna slæms skolla sem hann fékk á lokaholunni. Westwood, sem á 41 ára afmæli í næstu viku er nú aðeins 1 hring frá því að sigra í 2. Malaysian Open móti sínu, en hann vann mótið síðast árið 1997. Með sigri væri hann líka að binda endi á 2 ára sigurlausa eyðimerkurgöngu golflega séð. Þriðja daginn í röð fékk Westy fugl á 1. holunni í á golfvelli  Kuala Lumpur golfklúbbsins áður en hann missti högg með þrípútti á næstu holu. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 09:00

PGA: Choi leiðir e. 2. dag RBC Heritage

Það er KJ Choi, sem leiðir í hálfleik á RBC Heritage mótinu. Choi er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 137 höggum (70 67). Robert Allenby er í 2. sæti á 4 undir pari, en hann á eftir að spila 13 holur. Ekki tókst að ljúka leik vegna veðurs, úrhellisrigningar á Hilton Head, í Suður-Karólínu og eiga því nokkrir eftir að ljúka 2. hring sínum í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 16:00

Afmæliskyfingur dagsins: Jóhanna Þorleifsdóttir – 18. apríl 2014

Það er Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS, sem er afmæliskylfingur dagsins.  Hún er fædd 18. apríl 1961. Jóhanna er fyrrum formaður Golfklúbbs Siglufjarðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér: Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS F. 18. apríl 1961 (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (59 ára, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (58 ára, var á PGA); Ian Doig, 18. apríl 1961 (53 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (53 árs) …. og ….. List Án Landamæra Listahátíð Ragnar Olafsson F. 18. apríl 1976 (38 ára) Þórey Petra F. 18. apríl 1997 (17 ára) Ólafur Hjörtur Ólafsson Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 12:20

GF: Selsvöllur opinn um páskana!

Selsvöllur, 18 holu golfvölllurinn Efra-Seli við Flúðir, hefur opnað inn á sumarflatirnar. Opið verður alla páskana og er vallargjald aðeins 2.000 kr./mann. Nánari upplýsingar í síma 486-6454. Veðurspáin á Flúðum skv. norsku veðurstofunni yr.no er eftirfarandi:  Today, Friday 18/04/2014 Time Forecast Temp. Precipitation Wind 13:00–18:00 4° 0.3 – 0.8 mm Fresh breeze, 10 m/s from southwest 18:00–00:00 3° 0.4 – 1.5 mm Fresh breeze, 9 m/s from southwest Tomorrow, Saturday 19/04/2014 Time Forecast Temp. Precipitation Wind 00:00–06:00 1° 1.4 – 2.6 mm Moderate breeze, 6 m/s from south-southwest 06:00–12:00 0° 1.2 – 2.5 mm Moderate breeze, 6 m/s from south-southwest 12:00–18:00 2° 1.4 – 3.4 mm Moderate breeze, 7 m/s from southwest Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 12:00

PGA: Hápunktar 1. dags RBC Heritage

Það eru þeir Matt Kuchar, Scott Langley og William McGirt sem deila forystu eftir 1. dag RBC Heritage mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Hér má sjá hápunkta 1. hrings á RBC mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 10:00

LPGA: Stanford leiðir e. 2. dag Lotte mótsins

Það er bandaríski kylfingurinn Angela Stanford, sem leiðir eftir 2. hring LPGA Lotte Championship, sem hófst í Kapulei, Oahu á Hawaii í gær. Stanford leiðir á samtals 8 undir pari, 136 höggum (72 64) eftir glæsihring upp á 64 högg þar sem hún fékk 8 fugla þ.á.m 5 fugla í röð frá 3.-7. holu. Aðeins 1 höggi á eftir Stanford er Michelle Wie (70 67) og 4 kylfingar deila síðan 3. sætinu enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 6 undir pari, en það eru: Cristie Kerr, Joo Hyo Kim, So Yeon Ryu og nr. 1 á Rolex heimslistanum Inbee Park. Lydia Ko er á samtals 1 undir pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 09:30

Evróputúrinn: Geitungaárás á Larrazabal – Myndskeið

Spánverjinn Pablo Larrazabal varð fyrir árás vespa/geitunga á móti vikunnar á Evróputúrnum, Maybank Malaysia Open þegar hann lék 2. hring sinn á mótinu nú í morgun. Hann greip til þess ráðs að stökkva alklædddur  í nálæga vatnshindrun sem er við 14. flöt, til þess að forðast stungur, en var þar áður búinn að hljóta þó nokkrar geitungastungur (20 allt í allt), sem þörfnuðust læknismeðhöndlunar eftir hringinn. Honum tókst þó að fá fugl á næstu holu og lék hringinn á samtals 4 undir pari, 68 höggum, í Kuala Lumpur CC, sem teljast verður vel af sér vikið, að harka svona af sér! Lee Westwood heldur forystu sinni, en hann lék 2. Lesa meira