Matt Kuchar á Masters 2014 – Honum hefir enn ekki tekist að sigra í risamóti. Tekst honum það í ár?
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 00:15

PGA: Kuchar einn af 3 í forystu e. 1. dag RBC

Matt Kuchar, William McGirt og Scott Langley deila 1. sætinu eftir 1. dag á RBC Heritage, sem hófst í gær á Harbour Town Golf Links, í Hilton Head Suður-Karólínu.

Allir léku þeir á 5 undir pari, 66 höggum.

Einn í 4. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Harris English.

Í 5. sæti er hópur 14 kylfinga þ.á.m. Jordan Spieth, sem var í ráshóp með Tom Watson og Davis Love III.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag RBC Heritage mótsins SMELLIÐ HÉR: