Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í sigurliði Faulkner á SSAC svæðismótinu!!!

Hrafn Guðlaugsson, GSE og félagar í golfliði Faulkner sigruðu í gær á SSAC svæðismótinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Faulkner háskóli sigrar í svæðamótinu og var Hrafn lykilmaðurinn í sigrinum og valinn í úrvalslið SSAC  (sem þykir mikill heiður) sbr. mynd hér að neðan:

Hrafn lengst til vinstri á mynd

Hrafn lengst til vinstri á mynd. Aðrir sem valdir voru í lið svæðisins voru:

Hrafn lauk keppni  í 4. sæti í einstaklingskeppninni í mótinu – lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum ((73 71 73).

Jafnframt fær golflið Faulkner nú ásamt Coastal Georgia að taka þátt í NAIA Tournament, sama móti og Faulkner rétt slapp inn að spila á í Oregon í fyrra. Faulkner hefir nú spilað á NAIA Tournament tvívegis á 2 árum!

Á þessu ári fer NAIA mótið fram í 13.-16. maí á  LPGA International á Daytona Beach, Flórída.

Til að sjá umfjöllun um 1. sigur Faulkner á SSAC svæðismótinu SMELLIÐ HÉR:  

Hér má sjá myndaseríu frá liði Faulkner á SSAC svæðismótinu SMELLIÐ HÉR: