Afmæliskylfingur dagsins: Karlotta Einarsdóttir – 20. apríl 2014
Það er Karlotta Einarsdóttir, margfaldur klúbbmeistari NK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Karlotta er fædd 20. apríl 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Hún hefir orðið klúbbmeistari kvenna í Nesklúbbnum í alls 12 skipti (2000-2002 og 2004-2012) og langoftast allra kvenna í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Karlotta Einarsdóttir F. 20. apríl 1984 (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881; Árni Sævar Jónsson, golfkennari, 20. apríl 1943 (71 árs); John Gerard Senden, 20. apríl 1971 (43 ára) …. og ….. Rósa Lesa meira
Evróputúrinn: Westwood sigraði í Malasíu
Lee Westwood sigraði í morgun á Maybank Malaysia Open mótinu, í Kuala Lumpur G&CC. Sigur Westwood var sannfærandi en hann lék samtals á 18 undir pari, 270 höggum (65 66 71 68) og átti 7 högg á þá sem næstir komu: Bernd Wiesberger, Nicholas Colsaerts og Louis Oosthuizen. Westwood sigraði síðast í mótinu fyrir 17 árum (1997) og hefir nú sigrað í 40 mótum á ferli sínum. Þetta er samt 1. sigur hans í 2 ár. Mótið tafðist nokkuð vegna þruma og eldinga og var 4 tíma seinkun á mótinu vegna þess. Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá viðtal við Westwood Lesa meira
Gleðilega páska!
Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 2 1/2 ár og á þeim tíma hafa tæp 9000 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, þ.e. golffréttir á ensku, þýsku og íslensku, sem gerir að meðaltali tæpar 10 golffréttir á dag. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Í dag, Páskadag, fer Golf 1 í stutt páskafrí og birtast engar fréttir aftur fyrr en í kvöld kl. 18:00. Gleðilega páska!
LPGA: Fyrsti sigur Michelle Wie frá 2010 kom á LPGA Lotte Championship í Hawaii
Michelle Wie var 4 höggum á eftir forystukonunni, Angelu Stanford fyrir lokahringinn á LPGA Lotte Championship á Kapolei, Oahu, Hawaii. Hún átti hins vegar frábæran endasprett – lék golfvöll Ko Olina klúbbsins á 5 undir pari, 67 glæsihöggum, þar sem hún fékk 6 fugla og 1 skolla. Samtals lék Wie á 14 undir pari, 274 höggum (70 67 70 67). Stanford hins vegar lék lokahringinn á 73 höggum og varð að sætta sig við 2. sætið, lék samtals á 12 undir pari, 272 höggum (72 64 67 73). Þessi sigur er mikil gleðiatburður fyrir Wie, sem búin er að ströggla á LPGA túrnum allt síðastliðið ár, en hefir verið ansi Lesa meira
Ólafur Björn úr leik
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í úrtökumóti fyrir kanadísku PGA mótaröðina á Jack Nicklaus vellinum í Reunion Resort í Flórída, dagana 14.-19. apríl 2014 – en einum degi var bætt við úrtökumótið vegna aftakaveðurs 3. keppnisdag. Ólafur Björn lék á samtals 15 yfir pari (79 73 74 77) og varð í 52. sæti í mótinu. Aðeins 18 efstu tryggðu sér keppnisrétt á PGA Tour í Kanada og efstu 40 fá takmarkaðan keppnisrétt. Ljóst að Ólafur Björn er úr leik. Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi eftir að þessi vonbrigða úrslit lágu fyrir: „Náði því miður ekki að tryggja mér þátttökurétt á PGA Tour Canada í ár. Lék Lesa meira
PGA: Luke Donald efstur e. 3. dag RBC Heritage
Luke Donald leiðir eftir 3. dag RBC Heritage í Suður-Karólínu. Donald er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 205 höggum (70 69 66). Það er einkum frábærum hring hans upp á 66 högg í kvöld að þakka að hann er kominn í toppsætið. Á hringnum fékk Donald 1 örn, 6 fugla og 3 skolla. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Donald er John Huh, á samtals 5 undir pari, 207 höggum (71 68 68). Þriðja sætinu deila síðan Charl Schwartzel, Ben Martin, Nicholas Thompson og Jim Furyk allir á samtals 4 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: Til Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Eiginmaður minn, sem er forfallinn kylfingur gat ekki staðið á sér og skoraði á montinn son okkar í golf. Það kom honum mjög á óvart þegar þegar sonur okkur tók eina sveiflu á 1. holu og ….. fór holu í höggi!!! „Allt í lagi“ sagði eiginmaður minn. „Nú tek ég æfingahöggið mitt og þá getum við byrjað! Nr. 2 Hér má sjá myndskeið með einum gömlum og góðum SMELLIÐ HÉR: Nr. 3 Hér er einn sem bara er hægt að segja á ensku: I was 6 years old when I heard my first golf joke: Question: Why do golfers wear two pairs of socks? Answer: In case they Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Elías Magnússon – 19. apríl 2014
Það er Elías Magnússon, sem er afmæliskylfingur dagsins. Elías er fæddur 19. apríl 1939 og á því 75 ára stórafmæli í dag! Mörgum er Elías að góðu kunnur því hann starfar sem ræsir hjá Golfklúbbnum Keili og er þar að auki stórgóður kylfingur. Komast má á síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Elías Magnússon (75 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Matteo Manassero, f. 19. apríl 1993 (21 árs) … og … Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun F. 19. apríl 1994 (20 ára) Páll Sævar Guðjónsson F. 19. apríl 1970 (44 ára) Valtýr Auðbergsson F. 19. Lesa meira
Evróputúrinn: Manassero 21 árs í dag
Matteo Manassero hélt upp á 21 árs afmælið í dag á Maybank Malaysia Open með stórri súkkulaðiköku og lægsta skori sínu í mótinu (5 undir pari, 67 höggum). Manassero fékk 7 fugla og er samtals á 6 undir pari, eftir 3 hringi í mótinu sem hann sigraði í fyrir 3 árum. Manassero gerðist atvinnumaður í golfi 2010 ári eftir að hann sigraði British Amateur, en þá var hann nr. 1 á áhugamannalistanum. Síðar á árinu 2010 varð hann sá yngsti til þess að sigra á Evrópumótaröðinni, eftir að hann sigraði á Castellon Masters á Spáni. Hann setti síðan annað met þegar hann varð sá yngsti til að sigra 2 mót Lesa meira
GK: Páskapúttmót Hraunkots
Um páskana verður haldið skemmtilegt púttmót í Hraunkoti. Fyrirkomulag verður þannig að föstudag, laugardag og sunnudag geta allir komið og tekið þátt í glæsilegu púttmóti. Spilaðir verða tveir hringi þar sem betri hringurinn telur. Hver og einn getur keypt eins marga hringi og hann vill. Verðlaunin verða fjölmörg og glæsileg. Þátttökugjald einungis 500 krónur. Verðlaun: 1. Sæti 20,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7 2. Sæti 15,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7 3. Sæti 10,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7 4. Sæti Platínukort í Hraunkoti og Nóa síríus páskaegg no. 7 5-10. Sæti Góu Lesa meira










