Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 14:15

GK: Páskapúttmót Hraunkots

Um páskana verður haldið skemmtilegt púttmót í Hraunkoti.

Fyrirkomulag  verður þannig að föstudag, laugardag og sunnudag geta allir komið og tekið þátt í glæsilegu púttmóti. Spilaðir verða tveir hringi þar sem betri hringurinn telur. Hver og einn getur keypt eins marga hringi og hann vill. Verðlaunin verða fjölmörg og glæsileg. Þátttökugjald einungis 500 krónur.

Verðlaun:

1. Sæti 20,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7
2. Sæti 15,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7
3. Sæti 10,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7
4. Sæti Platínukort í Hraunkoti og Nóa síríus páskaegg no. 7
5-10. Sæti Góu páskaegg no. 6
11-13. Sæti Nóa siríus Konsum egg
14-25 Sæti Góu páskaegg no. 4

Opnunartími Hraunkots um páskahelgina er eftirfarandi:
Skírdagur                            10-18
Föstudagur langi                 10-18
Laugardagur                         9-20
Páskadagur                         10-18
Annar í páskum                    9-22