Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 18:30

GHH: Magnús Sigurður sigraði á Páskamóti Annan Páskadag

Í dag fór fram á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði „Páskamót Annan Páskadag.“ Það voru alls 11 skráðir í mótið og 10 luku keppni, þar af 1 kvenkylfingur.  Keppnisformið var punktakeppni með forgjöf. Sá sem sigraði var heimamaðurinn Magnús Sigurður Jónasson, GHH en hann hlaut 39 punkta. Í 2. sæti varð Ívar Örn Valgeirsson, GHH á 37 punktum (með 18 pkt. á seinni 9) og í 3. sæti varð Arnar Þór Jónasson, á 37 punktum (með 16 pkt. á seinni 9). Sjá má úrslitin í heild hér að neðan: 1 Magnús Sigurður Jónasson GHH 13 F 20 19 39 39 39 2 Ívar Örn Valgeirsson GHH 24 F 19 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lúðvík Geirsson – 21. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Lúðvík Geirsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann er fæddur 21. apríl 1959 og því 55 ára í dag. Lúðvík er í Golfklúbbnum Keili og hefir spilað golf frá því hann var smástrákur. Sem strákur átti hann (og á eflaust enn) fínt golfsett, sem heill hópur af frábærum kylfingum naut góðs af þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í golfinu, m.a Þórdís Geirs, margfaldur Íslandsmeistari, systir hans, sem laumaðist í settið hjá eldri bróður sínum, þegar hún var að byrja. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og á 3 syni: Lárus, f. 1984, Brynjar Hans f. 1989 og Guðlaug Bjarka f. 1996, en síðastnefndi sonur Lúðvíks, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már hófu í dag keppni í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hófu í dag keppni á Southland Conference svæðismótinu. Mótið stendur dagana 21.-23. apríl 2014 og fer fram á golfvelli Stonebridge Ranch CC, í McKinney, Texas. Þátttakendur eru  60 frá 12 háskólum. Ragnar Már er að eiga hreint afleitan 1. hring sem er afar ólíkt honum en Andri Þór er 14. sæti eftir 9 spilaðar holur. Fylgjast má með þeim Andra Þór og Ragnari Má með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 13:26

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 12. sæti e. 1. dag í Georgíu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU „The Bucs“ hófu í gær leik á Atlantic Sun svæðismótinu. Leikið er á golfvelli  The Legends at Chateau Elan í Braselton, Georgíu. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst í 12. sæti í einstaklingskepnninni og á 2. besta skori „The Bucs“, sem eru í 4. sæti í liðakeppninni. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 13:00

Champions Tour: Jimenez sigraði á Greater Gwinnett Championship

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez sigraði á 1. móti sínu, sem hann tekur þátt í á Champions Tour: Greater Gwinnett Championship, sem fram fór á TPC Sugarloaf, í Duluth, Georgiu. Sigurskor Jimenez var 14 undir pari, 202 högg (65 70 67). Í 2. sæti var Þjóðverjinn Bernhard Langer, tveimur höggum á eftir Jimenez á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 68 68). Í 3. sæti varð síðan Jay Haas, á samtals 10 undir pari og í 4. sæti varð Fred Couples á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Greater Gwinnett Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá Jimenez taka sigurpúttið á 1. móti sínu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (1/5)

Michelle Wie sigraði í gær í 3. sinn á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA, á LPGA Lotte Championship mótinu, sem fram fór á golfvelli Ko Olina golfklúbbsins í Kapolei, Oahu á Hawaii. Skor Michelle var  14 undir pari, 274 högg (70 67 70 67). Hver er kylfingurinn með suður-kóreönsku ræturnar frá Hawaii, Michelle Wie? Því verður reynt að svara í 5 greinum, sem birtast á næstu dögum, en hér fer 1. hlutinn: Michelle Sung Wie (Kóreanska: Wie Seong-mi; Hangul: 위성미 Hanja: 魏聖美) fæddist í Honolulu á Hawaii, 11. október 1989 og er því 24 ára. Hún var aðeins 10 ára þegar hún varð yngsti kylfingurinn til þess að spila í  USGA amateur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Matt Kuchar?

Heimsmeistarinn í holukeppni 2013, Bandaríkjamaðurinn með góðlátlega brosið, Matt Kuchar sigraði í gær á RBC Heritage mótinu.  Flestir kannast nú orðið við  Kuchar, fjölskyldumanninn með strákana sína tvo sem tók við verðlauna-styttu RBC mótsins.. Matt Kuchar hefir unnið býsna stóra sigra í golfheiminum, eins og segir varð hann heimsmeistari í holukeppni í fyrra (2013) og árið þar áður sigraði hann 2012, í móti sem oft er nefnt 5. risamótið – PLAYERS – með risaverðlaun $ 1,7 milljónir bandaríkjadala fyrir fyrsta sætið (u.þ.b. 214 milljónir íslenskra króna). En hver er Matt Kuchar? Matthew Gregory Kuchar  fæddist í Winter Park, Flórída 21. júní 1978 og er því 35 ára. Matt, sem líka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 08:00

GOG: Ásbyrgisvöllur opinn

Þær gleðifréttir bárust norðan úr Þingeyjarsýslu að búið væri að opna Ásbyrgisvöll. Þannig segir í fréttatilkynningu frá GOG (Golfklúbbnum Gljúfra): „Ásbyrgis völlurinn orðinn þurr og fínn.Flöggin á sínum stað og í góðu lagi að koma og spila.“ Á vefsíðunni „Ísland í hnotskurn“ segir um Ásbyrgisvöll: „Völlurinn er staðsettur í mynni Ásbyrgis á gömlum túnum. Hann er flatur og léttur að ganga,upplagður fyrir þá sem komnir eru af“ léttasta skeiði“  Brautir og flatir bera það með sér að lítið hefur verið endurunnið,en umhverfið er ósvikið. Flatargjald er móttekið í Versluninni Ásbyrgi, örstutt frá vellinum.“ En Ásbyrgisvöllur hentar ekki bara þeim „sem komnir eru af léttasta skeiði“ eins og segir á framangreindri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 05:30

Hvað var í sigurpoka Kuchar?

Verfærin sem Matt Kuchar notaði við sigur sinn á RBC Heritage mótinu eru eftirfarandi: Dræver: Bridgestone J40 430 (9.5°) Skaft: Accra M4-55 Tour Proto 3 tré: Ping G25 (15°) Skaft: Fujikura Speeder 757X Blendingar: Ping Anser (20° og 23°) Shafts: Aldila Tour Blue Hybrid 85X Járn: Bridgestone J40 Cavity Back (5-PW) Sköft: Aerotech SteelFiber i95 Constant Weight (S-Flex) Fleygjárn: Bridgestone J40 Black Oxide (52°), Cleveland 588 RTX Satin (58°-12), Titleist Vokey SM4 Spin Milled (62°-07 beygt í 63°) Sköft: True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue (52°, 62°), KBS Wedge 120S with Black Nickel Finish (58°) Pútter: Bettinardi Matt Kuchar Signature Model 1 „Spec-ar“: 44.75 tommur, 7° loft Bolti: Bridgestone Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 04:00

PGA: Kuchar sigraði á RBC Heritage – Hápunktar 4. dags

Það var Matt Kuchar, sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage mótinu, sem fram fór að venju á Harbour Town Golf Links, á Hilton Head í Suður-Karólínu. Kuchar lék á samtals 11 undir pari, 273 höggum (66 73 79 64). Það var einkum glæsihringur hans upp á 64 högg sem færði honum sigurinn, en á hringnum fékk Kuch 8 fugla og 1 skolla.  Svolítill skjálfti hlýtur þó að hafa komið í Kuchar þegar hann þrípúttaði með ótrúlegum hætti á 17. flöt og þurfti bráðnauðsynlega á fugli að halda á 18. braut til þess að sigra í mótinu.  Útlitið var býsna svart hjá Kuchar þegar hann setti bolta sinn í Lesa meira