Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2014 | 18:00

Evróputúrinn: Westwood sigraði í Malasíu

Lee Westwood sigraði í morgun á Maybank Malaysia Open mótinu, í Kuala Lumpur G&CC.

Sigur Westwood var sannfærandi en hann lék samtals á 18 undir pari, 270 höggum (65 66 71 68) og átti 7 högg á þá sem næstir komu: Bernd Wiesberger, Nicholas Colsaerts og Louis Oosthuizen.

Westwood sigraði síðast í mótinu fyrir 17 árum (1997) og hefir nú sigrað í 40 mótum á ferli sínum.  Þetta er samt 1. sigur hans í 2 ár.

Mótið tafðist nokkuð vegna þruma og eldinga og var 4 tíma seinkun á mótinu vegna þess.

Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við Westwood eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins (4. hrings) SMELLIÐ HÉR: