Ólafur Björn Loftsson on one of his favorite golfcourses in Iceland – the Vestmanna Islands golfcourse. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2014 | 08:00

Ólafur Björn úr leik

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í úrtökumóti fyrir kanadísku PGA mótaröðina á Jack Nicklaus vellinum í Reunion Resort í Flórída, dagana 14.-19. apríl 2014 – en einum degi var bætt við úrtökumótið vegna aftakaveðurs 3. keppnisdag.

Ólafur Björn lék á samtals 15 yfir pari (79 73 74 77) og varð í 52. sæti í mótinu.

Aðeins 18 efstu tryggðu sér keppnisrétt á PGA Tour í Kanada og efstu 40 fá takmarkaðan keppnisrétt.

Ljóst að Ólafur Björn er úr leik.

Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi eftir að þessi vonbrigða úrslit lágu fyrir:

„Náði því miður ekki að tryggja mér þátttökurétt á PGA Tour Canada í ár. Lék lokahringinn á 77 (+5) höggum.

Spilaði ekki nógu vel við þessar vindasömu aðstæður, sérstaklega á flötunum. Tek það jákvæða með mér úr þessu móti og kem sterkari tilbaka í næsta verkefni.“

Flottur kylfingur hann Ólafur Björn Loftsson!

Sjá má lokastöðuna í úrtökumótinu fyrir kanadíska PGA Tour með því að SMELLA HÉR: