LPGA: Fyrsti sigur Michelle Wie frá 2010 kom á LPGA Lotte Championship í Hawaii
Michelle Wie var 4 höggum á eftir forystukonunni, Angelu Stanford fyrir lokahringinn á LPGA Lotte Championship á Kapolei, Oahu, Hawaii.
Hún átti hins vegar frábæran endasprett – lék golfvöll Ko Olina klúbbsins á 5 undir pari, 67 glæsihöggum, þar sem hún fékk 6 fugla og 1 skolla.
Samtals lék Wie á 14 undir pari, 274 höggum (70 67 70 67).
Stanford hins vegar lék lokahringinn á 73 höggum og varð að sætta sig við 2. sætið, lék samtals á 12 undir pari, 272 höggum (72 64 67 73).
Þessi sigur er mikil gleðiatburður fyrir Wie, sem búin er að ströggla á LPGA túrnum allt síðastliðið ár, en hefir verið ansi heit undanfarið, enda að sögn búin að æfa þrotlaust…. sem sýnir aftur að æfingar skila sér!!!
Þetta er 3. sigur Wie á LPGA og sá fyrsti frá því að hún sigraði á CN Canadian Women’s Open árið 2010. Jafnframt er þetta fyrsti sigur hennar á LPGA á bandarískri grund… og hún sigraði á heimavelli en Wie er alin upp í Honolulu á Hawaii.
„Ég skemmti mér þarna úti“ sagði Wie eftir sigurinn. „Ég er svo glöð að ég hugsa ekki skýrt.“
„Ég var þarna og virkilega stressuð. En í hvert sinn sem ég varð stressuð leit ég í kringum mig og fékk á tilfinninguna að það væri engin staður sem ég vildi fremur vera á (en hér heima í Hawaii).“
Stanford átti versta hring sinn í mótinu var á 1 yfir pari, 73 höggum eins og segir og nr. 1 á heimslistanum, Inbee Park varð í 3. sæti á samtals 11 undir pari, 277 höggum.
„Í dag var ég bara ekki að pútta vel,“ sagði Stanford. „Ég var ekki að slá vel í dag. Ég valdi rangar kylfur nokkrum sinnum. Bara tók ekki góðar ákvarðanir.“
Wie hefir hins vegar að undanförnu verið að spila vel þó henni hafi ekki tekist að landa sigri fyrr en nú. Wie kom á Lotte mótið eftir að hafa landað 2. sætinu á Kraft Nabisco risamótinu.
„Hápunktur vikunnar var að koma hingað heim,“ sagði Wie. „Þetta var bara ekki eitt augnablik. Allt frá fyrsta teighögginu mínu til síðasta púttsins fann ég fyrir aloha-inu (hvatningunni) frá öllum, sem var ótrúlegt.“
„Ég held að þeir hafi í huganum komið boltanum í holuna fyrir mig,“ sagði Wie um áhangenduna. „Þeir eiga miklar þakkir skyldar þessa viku!“
„Hún hefir verið að spila vel,“ sagði Stanford um Wie. „Hún er búin að eiga frábært ár (það sem af er) þannig að það hlaut að koma að þessu. Ég varð bara sú sem varð fyrir sagarblaðinu.“
Til þess að sjá lokastöðuna á LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024