Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 17. sæti e. 2. dag Sun Belt Conference mótsins

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayette taka þátt í Sun Belt Conference svæðismótinu. Mótið fer fram dagana 21.-23. apríl 2014  á golfvelli Grand Bear Golf Club í Saucier, Mississippi. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Á fyrsta deig lék Haraldur Franklín á 3 yfir pari, 75 höggum, en í gær á 2. degi bætti hann sig um 2 högg og var á 1 yfir pari, 73 höggum. Á fyrsta degi fékk Haraldur Franklín 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba og annan daginn fékk hann 3 fugla og 4 skolla. Samtals er Haraldur Franklín búinn að spila á 4 yfir pari, 148 höggum (75 73) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik í 29. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU „The Bucs“ luku leik í gær á Atlantic Sun svæðismótinu. Leikið var á golfvelli  The Legends at Chateau Elan í Braselton, Georgíu. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Guðmundur Ágúst lék samtals á 16 yfir pari, 232 höggum (74 80 78) og hafnaði í 29. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Guðmundar ETSU varð í 3. sæti í liðakeppninni en skor Guðmundar taldi ekki. Til þess að sjá lokastöðuna á Atlantic Sun svæðismótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már bættu sig á 2. hring í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese eru við keppni á Southland Conference svæðismótinu. Mótið stendur dagana 21.-23. apríl 2014 og fer fram á golfvelli Stonebridge Ranch CC, í McKinney, Texas. Þátttakendur eru  60 frá 12 háskólum. Eftir 2 leikna hringi er Andri Þór í 33. sæti í einstaklingskeppninni er búinn að spila á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (79 77) – þ.e. bætti sig um 2 högg milli hringja.  Andri Þór er á  besta skori Nicholls State sem er í 11. sæti í liðakeppninni. Ragnar Már stórbætti sig milli hringja en hann lék á óvanalegum 87 höggum fyrir hann fyrsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2014

Það er Jóna Bjarnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagisns. Hún er fædd 22. apríl 1951 og því 63 ára í dag. Jóna er  í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS).  Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jona Bjarnadottir Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:   Deane R. Beman 22. apríl 1938 (76 ára);  Eric Allen Axley,  22. apríl 1974 (40 ára stórafmæli!!!) …. og ….. Valmar Väljaots Anna Lárusdóttir  F. 22. apríl 1958 Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 13:00

Kylfusveinn Bubba Watson komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Zurich Classic

Kylfusveinn Bubba Watson, Ted Scott, reyndi fyrir sér í úrtökumóti  nú í gær fyrir Zurich Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour, en var 4 höggum frá því að komast í gegn.   Zurich Classic er mót sem Bubba sigraði á 2011. Scott lék á samtals 1 undir pari, 71 höggi í LaTour Golf Club; fékk 4 fugla og 3 skolla. Scott tvítaði eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegn: „Closest I’ve ever been to playing in a Pgatour event today. Monday Q for the @Zurich_Classic Lots of Tour players in the Q #fun „ Scott snýr sér nú aftur að aðalstarfi sínu og mun vera Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Miguel Ángel Jimenéz?

Miguel Ángel Jimenéz er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og er því  50 ára gamall á þessu ári. Þ.a.l. hlaut hann nú í fyrsta sinn þátttökurétt á Champions Tour, þ.e. öldungamótaröð PGA Tour.  Og hvað gerir Jimenéz hann sigraði á 1. móti sínu á þeirri mótaröð Greater Gwinnett Championship!  Sigurinn kom eftir að Jimenéz hafði vikunni þar áður orðið í 4. sæti á Masters risamótinu! En hver er kylfingurinn? Jimenéz  hefur verið kvæntur Monserrat Ramirez frá árinu 1991 og eiga þau tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 (19 ára) og Victor fæddan 1999 (14 ára). Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (2/5)

Áhugamannsferill Michelle Wie  (2000–2005) Wie byrjaði að spila golf 4 ára. Árið 2000, þegar hún var 10 ára, varð hún sú yngsta til þess að öðlast þátttökurétt í Women’s U.S. Amateur Public Links Championship. Átta árum síðar var þetta met Wie slegið af Allisen Corpuz frá Hawaii, sem var 5 mánuðum yngri en Wie.  Árið 2001, þegar Wie var aðeins 11 ára varð hún meistari kvenna í höggleik á Hawaii og sigraði á  Jennie K. Wilson Women’s Invitational, sem er elsta og virtasta áhugamannamót kvenna á Hawaii. Hún komst líka áfram í holukeppnishluta Women’s U.S. Amateur Public Links Championship þetta árið. Árið 2002, sigraði Wie Hawaii State Open Women’s Division og átti 13 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 07:00

GK: Henning Darri og Benedikt sigruðu í Páskapúttmóti Hraunkots

Það voru Henning Darri Þórðarson , GK og Benedikt Harðarson, GK, sem sigruðu í Páskapúttmóti Hraunkots, sem fram fór nú um páskana.  Henning Darri og Benedikt voru með 25 pútt, líkt og Atli Már Grétarson, GK, sem varð í 3. sæti,  en Atli Már var með fleiri pútt á seinni 9, þ.e. 13 meðan þeir Henning Darri og Benedikt voru með 12.  Glæsilegur árangur þetta!!! Páskapúttmóti Hraunkots lauk s.l. sunnudag. Páskapúttið var spilað föstudag, laugardag og sunnudag og tókst í alla staði vel. Um 170 gildir hringir voru spilaðir þessa daga og greinilegt að miklu var að keppa. Stórglæsilegir vinningar voru í boði ásamt aukaverðlaunum. Svona leit vinningskráin út: 1. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 20:00

Viðtalið: Grímur Þórisson GR og GÓ

Páskaviðtalið hér á Golf1.is er við landsþekktan kylfing, sem er sannur heiðursmaður. Þannig var að umræddur kylfingur var að keppa í Skálamóti 2 í Grindavík nú fyrir skemmstu (12. apríl 2014) og sá að skor hans hafði ekki verið rétt fært og setti hann sig strax í samband við Golfklúbb Grindavíkur til að leiðrétta mistökin, en það varð til þess að hann varð í 2. sæti í mótinu. Sjá frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Svona á golfið að vera – sönn heiðursmannaíþrótt og gætu margir tekið sér kylfinginn til fyrirmyndar, en hann er Grímur Þórisson, betur þekktur sem Grímur rakari í Grímsbænum.  Golf 1 er hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 19:55

GKJ: Kristinn Árnason og Gísli Sveinsson sigruðu í Opna Annar í Páskum mótinu

Opna Annar í Páskum mótið var haldið í dag á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Þátttakendur voru 122 (þ.e. sem luku keppni) þar af 9 kvenkylfingar. Keppnisfyrirkomulag var að venju höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Nándarverðlaun voru  á par 3 brautunum og gat sami aðili ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum en þó gátu allir unnið bæði verðlaun í mótinu og fyrir að vera næstir holu. Sigurvegari í höggleik án forgjafar varð Kristinn Árnason, GR (fékk í verðlaun gjafabréf upp á kr. 25.000) en hann lék Hlíðarvöll á 74 höggum, líkt og Bjarki Pétursson, GB, (fékk Lesa meira