Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már bættu sig á 2. hring í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese eru við keppni á Southland Conference svæðismótinu.

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net

Mótið stendur dagana 21.-23. apríl 2014 og fer fram á golfvelli Stonebridge Ranch CC, í McKinney, Texas.

Þátttakendur eru  60 frá 12 háskólum.

Eftir 2 leikna hringi er Andri Þór í 33. sæti í einstaklingskeppninni er búinn að spila á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (79 77) – þ.e. bætti sig um 2 högg milli hringja.  Andri Þór er á  besta skori Nicholls State sem er í 11. sæti í liðakeppninni.

Ragnar Már stórbætti sig milli hringja en hann lék á óvanalegum 87 höggum fyrir hann fyrsta dag og síðan var 8 högga sveifla hjá honum en hann lék 2. hring á 79 höggum. Lið Ragnars, McNeese er í 5. sæti en skor Ragnars telur ekki.

Lokahringurinn á Southland Conference verður spilaður í dag og má fylgjast með þeim Andra Þór og Ragnari Má með því að SMELLA HÉR: