Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 20:00

Viðtalið: Grímur Þórisson GR og GÓ

Páskaviðtalið hér á Golf1.is er við landsþekktan kylfing, sem er sannur heiðursmaður. Þannig var að umræddur kylfingur var að keppa í Skálamóti 2 í Grindavík nú fyrir skemmstu (12. apríl 2014) og sá að skor hans hafði ekki verið rétt fært og setti hann sig strax í samband við Golfklúbb Grindavíkur til að leiðrétta mistökin, en það varð til þess að hann varð í 2. sæti í mótinu. Sjá frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Svona á golfið að vera – sönn heiðursmannaíþrótt og gætu margir tekið sér kylfinginn til fyrirmyndar, en hann er Grímur Þórisson, betur þekktur sem Grímur rakari í Grímsbænum.  Golf 1 er hér að verða við fjölda áskoranna um að taka viðtal við Grím, sem birtist hér:

Grímur rakari

Grímur rakari. Mynd: Í eigu Gríms

Í hvaða golflúbbi/klúbbum ert þú?: Ég er í Golfklúbbi Ólafsfjarðar og Golfklúbbi Reykjavíkur.

Hvar og hvenær fæddistu? Á Ólafsfirði 9. september 1965.

Hvar ertu alinn upp? Í Ólafsfirði.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er Hárskera meistari ( RAKARI ).

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Konan mín heitir Anna Ingileif Erlendsdóttir og við eigum tvö börn Erlend Karl og Hrafnhildi Jakobínu. Allir geta spilað golf 😉

Grímur og Anna. Mynd: Í eigu Gríms

Grímur og Anna Ingileif. Mynd: Í eigu Gríms

Hvenær byrjaðir þú í golfi? 1977

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég og vinur minn fundum golfkúlur einhverstaðar á víðavangi og pabbi hans var vélsmiður. Hann smíðaði fyrir okkur kylfur úr vatnsröri og plötujárni. Vildi óska þess að ég ætti þá kylfu ennþá 😉

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni ekki spurning!!!

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Korpa, Grafarholt, Oddur og Keilir.

Korpan - einn af uppáhaldsgolfvöllum Gríms hér á landi. Mynd: Golf 1

Korpan – einn af uppáhaldsgolfvöllum Gríms hér á landi. Mynd: Golf 1

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – ef ekki hversu marga hefir þú spilað? Ég hef spilað 53 velli.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Þeir eru margir afar eftirminnilegir en ég verð að segja að PEBBLE BEACH standi upp úr.

7. flötin á Pebble Beach ein mest ljósmyndaða golfhola í heimi .... og einn uppáhaldsgolfvalla Gríms Þórissonar erlendis.

7. flötin á Pebble Beach ein mest ljósmyndaða golfhola í heimi …. á þeim golfvelli sem Grím Þórissyni finnst standa upp úr erlendis.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Lost City golf völlurinn í Sun City í Suður Afríku Það voru 38 Krókodílar við 13 flötina allt uppí 6 metra langir.

Lost City golfvöllurinn í Suður-Afríku er sá sérstakasti sem Grímur hefur spilað vegna 6m langra krókódíla við 13. flöt.

Lost City golfvöllurinn í Suður-Afríku er sá sérstakasti sem Grímur hefur spilað vegna 6m langra krókódíla við 13. flöt.

Hvað ertu með í forgjöf? 4,5

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? -4 eða 67 högg í Grafarholti.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að koma konunni minni í golf.

„Mesta afrekið að koma konunni minni í golf!"

„Mesta afrekið að koma konunni minni í golf!“

Hefir þú farið holu í höggi? Já 4 sinnum.

Spilar þú vetrargolf? Get ekki sagt það;  Ég spila ekkert í nóvember, desember og janúar.

Hvaða nesti ertu með í pokanum? Samloku, hnetur og þurrkaða ávexti, banana og eitthvað að drekka oftast vatn.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ekki að neinu viti.

Grímur segist ekki hafa tekið þátt í öðrum íþróttum en golfinu að neinu viti. Mynd: Golf 1

Grímur segist ekki hafa tekið þátt í öðrum íþróttum en golfinu að neinu viti. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Flest kjötmeti sem kemur af grillinu; Uppáhaldsdrykkurinn? Einn ískaldur eftir golfhring; Uppáhaldstónlist? Eagles Uppáhaldskvikmynd? Gladiator annars er ég alæta á kvikmyndir; Uppáhaldsbók? Grafarþögn, og uppáhaldsgolfbók? Íslenska golfbókin annars fletti ég sjaldan golfbókum.

Notarðu hanska og ef svo er hverskonar? Já, núna er ég í TaylorMade.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Natalie Gulbis og Henrik Stenson.

Hvert er draumahollið? Ég og…. Henrik Stenson, Ernie Els og Sergio Garcia.

11-a-GTh

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Driver Taylor Made RBZ stage 2, 3 tré TM RBZ , Hybrid 19° go 23°, Járnin eru TM Tour Preferred MC og púterinn er TM GHOST. Uppáhaldskylfan er sú kylfa sem ég held á hverju sinni 😉

Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum? Ekki að staðaldri en ég hef hitt marga.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Geri ekki uppá milli þeirra; gæti móðgað einhvern.

Ertu hjátrúarfullur í golfinu og ef svo er hvernig birtist það? Nei alls ekki.

Grímur Þórisson hefir spilað þó nokkuð erlendis. Mynd: í eigu Gríms

Grímur Þórisson hefir spilað þó nokkuð erlendis. Mynd: í eigu Gríms

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Bæta sig í golfi og njóta lífsins.

Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn og útiveran.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 25-45%

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Munið bara að í hvert skipti sem þið setijð boltann í holuna eruð þið að spara ykkur högg 😉