Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (2/5)

Áhugamannsferill Michelle Wie  (2000–2005)
Wie byrjaði að spila golf 4 ára. Árið 2000, þegar hún var 10 ára, varð hún sú yngsta til þess að öðlast þátttökurétt í Women’s U.S. Amateur Public Links Championship. Átta árum síðar var þetta met Wie slegið af Allisen Corpuz frá Hawaii, sem var 5 mánuðum yngri en Wie.  Árið 2001, þegar Wie var aðeins 11 ára varð hún meistari kvenna í höggleik á Hawaii og sigraði á  Jennie K. Wilson Women’s Invitational, sem er elsta og virtasta áhugamannamót kvenna á Hawaii. Hún komst líka áfram í holukeppnishluta Women’s U.S. Amateur Public Links Championship þetta árið.

Michelle Wie 15 ára rétt áður en hún gerðist atvinnumaður.  Ung Wie er ekkert svo ólík (Lydiu) Ko!

Michelle Wie 15 ára rétt áður en hún gerðist atvinnumaður. Ung Wie er ekkert svo ólík (Lydiu) Ko!

Árið 2002, sigraði Wie Hawaii State Open Women’s Division og átti 13 högg á næsta keppanda. Hún varð einnig yngsti kylfingurinn til þess að öðlast keppnisrétt í LPGA móti, þ.e. Takefuji Classic, sem fram fór í Hawaii. Wie komst ekki í gegnum niðurskurð en aldursmet hennar stóð í  5 ár þar til Ariya Jutunugarn, stal því af henni 2007, þá 11 ára.

Árið 2003 á Kraft Nabisco Championship risamótinu varð  Wie yngsti kvenkylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á LPGA móti. Hún var á 66 höggum á 3. hring og gat því spilað á síðasta hring mótsins. Í júní 2003 sigraði Wie Women’s Amateur Public Links tournament, og varð þar með sú yngsta hvort heldur er meðal karla eða kvenna til þess að sigra mót á vegum  USGA (bandaríska golfsambandsins). Seinna þetta sumar komst hún í gegnum niðurskurð á US Women’s Open risamótinu, meðan hún var enn aðeins 13 ára og er sú yngsta til þess að komast í gegnum niðurskurð í því móti.

Wie hlaut undanþágu styrktaraðila 2004 til þess að spila í Sony Open í Hawaii og varð þannig sú 4. og yngsta til þess að spila í móti PGA. Annar hringur hennar upp á 68 högg var sá lægsti sem kvenkylfingur hefir náð á PGA mótaröðinni, en hún náði ekki niðurskurði í mótinu engu að síður.

Wie spilaði í LPGA Kraft Nabisco Championship og varð í 4. sæti. Wie var í sigurliði Bandaríkjanna í Curtis Cup, sú yngsta til þess að spila í mótinu.

Wie hóf árið 2005 með því að fá enn aðra undanþáguna til þess að spila í móti á  PGA Tour þ.e. Sony Open í Hawaii, þar sem hún komst enn á ný ekki í gegnum niðurskurð.  Wie spilaði í 5 mótum á PGA Tour á þessu ári og jafnframt á enn öðru PGA Tour móti: the John Deere Classic. Þetta var 3. skiptið sem hún lék á PGA Tour og í þetta sinn munaði aðeins 2 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð. Hún reyndi fyrir sér í úrtökumóti fyrir  U.S. Amateur Public Links og varð fyrsti kvenkylfingurinn til þess að komast í gegnum úrtökuna og hljóta keppnisrétt á  USGA karlamóti, þ.e. varð T-1 eftir 36 holu spil.  Wie komst meðal efstu 64 í mótinu í höggleiknum og komst til að spila holukeppnishlutann. Hún tapaði í fjórðungsúrslitunum fyrir þeim sem síðan vann mótið:  Clay Ogden.

Þann 5. október 2005, viku fyrir 16 ára afmælisdag sinn tilkynnti Michelle Wie að hún ætlaði að gerast atvinnumaður í golfi. Hún skrifaði við það tækifæri undir auglýsingasamninga við Nike og Sony, sem gáfu henni $ 10 milljónir bandaríkjadala á ári.