Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (2/5)
Áhugamannsferill Michelle Wie (2000–2005)
Wie byrjaði að spila golf 4 ára. Árið 2000, þegar hún var 10 ára, varð hún sú yngsta til þess að öðlast þátttökurétt í Women’s U.S. Amateur Public Links Championship. Átta árum síðar var þetta met Wie slegið af Allisen Corpuz frá Hawaii, sem var 5 mánuðum yngri en Wie. Árið 2001, þegar Wie var aðeins 11 ára varð hún meistari kvenna í höggleik á Hawaii og sigraði á Jennie K. Wilson Women’s Invitational, sem er elsta og virtasta áhugamannamót kvenna á Hawaii. Hún komst líka áfram í holukeppnishluta Women’s U.S. Amateur Public Links Championship þetta árið.
Árið 2002, sigraði Wie Hawaii State Open Women’s Division og átti 13 högg á næsta keppanda. Hún varð einnig yngsti kylfingurinn til þess að öðlast keppnisrétt í LPGA móti, þ.e. Takefuji Classic, sem fram fór í Hawaii. Wie komst ekki í gegnum niðurskurð en aldursmet hennar stóð í 5 ár þar til Ariya Jutunugarn, stal því af henni 2007, þá 11 ára.
Árið 2003 á Kraft Nabisco Championship risamótinu varð Wie yngsti kvenkylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á LPGA móti. Hún var á 66 höggum á 3. hring og gat því spilað á síðasta hring mótsins. Í júní 2003 sigraði Wie Women’s Amateur Public Links tournament, og varð þar með sú yngsta hvort heldur er meðal karla eða kvenna til þess að sigra mót á vegum USGA (bandaríska golfsambandsins). Seinna þetta sumar komst hún í gegnum niðurskurð á US Women’s Open risamótinu, meðan hún var enn aðeins 13 ára og er sú yngsta til þess að komast í gegnum niðurskurð í því móti.
Wie hlaut undanþágu styrktaraðila 2004 til þess að spila í Sony Open í Hawaii og varð þannig sú 4. og yngsta til þess að spila í móti PGA. Annar hringur hennar upp á 68 högg var sá lægsti sem kvenkylfingur hefir náð á PGA mótaröðinni, en hún náði ekki niðurskurði í mótinu engu að síður.
Wie spilaði í LPGA Kraft Nabisco Championship og varð í 4. sæti. Wie var í sigurliði Bandaríkjanna í Curtis Cup, sú yngsta til þess að spila í mótinu.
Wie hóf árið 2005 með því að fá enn aðra undanþáguna til þess að spila í móti á PGA Tour þ.e. Sony Open í Hawaii, þar sem hún komst enn á ný ekki í gegnum niðurskurð. Wie spilaði í 5 mótum á PGA Tour á þessu ári og jafnframt á enn öðru PGA Tour móti: the John Deere Classic. Þetta var 3. skiptið sem hún lék á PGA Tour og í þetta sinn munaði aðeins 2 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð. Hún reyndi fyrir sér í úrtökumóti fyrir U.S. Amateur Public Links og varð fyrsti kvenkylfingurinn til þess að komast í gegnum úrtökuna og hljóta keppnisrétt á USGA karlamóti, þ.e. varð T-1 eftir 36 holu spil. Wie komst meðal efstu 64 í mótinu í höggleiknum og komst til að spila holukeppnishlutann. Hún tapaði í fjórðungsúrslitunum fyrir þeim sem síðan vann mótið: Clay Ogden.
Þann 5. október 2005, viku fyrir 16 ára afmælisdag sinn tilkynnti Michelle Wie að hún ætlaði að gerast atvinnumaður í golfi. Hún skrifaði við það tækifæri undir auglýsingasamninga við Nike og Sony, sem gáfu henni $ 10 milljónir bandaríkjadala á ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024