Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 17. sæti e. 2. dag Sun Belt Conference mótsins

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayette taka þátt í Sun Belt Conference svæðismótinu.

Mótið fer fram dagana 21.-23. apríl 2014  á golfvelli Grand Bear Golf Club í Saucier, Mississippi. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum.

Á fyrsta deig lék Haraldur Franklín á 3 yfir pari, 75 höggum, en í gær á 2. degi bætti hann sig um 2 högg og var á 1 yfir pari, 73 höggum.

Á fyrsta degi fékk Haraldur Franklín 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba og annan daginn fékk hann 3 fugla og 4 skolla.

Samtals er Haraldur Franklín búinn að spila á 4 yfir pari, 148 höggum (75 73) og deilir sem stendur 17. sætinu.

Í dag, lokadaginn fer Haraldur Franklín út af 1. teig kl. 7:48 að staðartíma (kl. 12:48 að íslenskum tíma hér heima)

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín en lokahringur Sun Belt Conference Tournament fer fram í dag SMELLIÐ HÉR: