Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (4/5)
Michelle Wie á árunum 2007–2008 Í janúar 2007 samþykkti Wie að spila á 4. undanþágu sinni á PGA Tour á Sony Open í Hawaii, en nú munaði 14 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð og varð þriðja síðust af 144 keppendum 25 höggum á eftir þeim sem var í 1. sæti eftir 2. hring. Næsta mót hennar eftir 4 mánuða fjarvegu og meiðsl á báðum úlnliðum var Ginn Tribute á LPGA þar sem Annika Sörenstam var gestgjafi. Wie var á 14 yfir pari eftir 16 holur áður en hún dró sig úr mótinu eftir samtal við umboðsmann sinn, þar sem hún bar fyrir sig meiðslin í úlnliðnum. Það að hún Lesa meira
Tiger stendur fyrir áhugamannamótaröð
Tiger Woods stendur fyrir nýrri áhugamannamótaröð þar sem m.a. er spilað á golfvöllum á borð við Merion og Congressional. The Tiger Woods Foundation, sem rekur m.a. 7 golfskóla og the Earl Woods Scholarship Program, hefir staðið í fjáröflun til þess að halda starfseminni gangandi einkum í gegnum 5 viðburði: Tiger Jam í Las Vegas (tónleikar og póker kvöld) og Tiger Woods Invitational (einkamót fyrir styrktaraðila á Pebble Beach). Stofnunin græðir líka á Quicken Loans National and Deutsche Bank Championship á PGA Tour, og 18 þátttakenda móti Tiger í desember: World Challenge. Þessi nýja mótaröð Tiger nefnist: Tiger Woods Charity Playoffs. Þetta er mótaröð áhugamanna, sem stendur í 5 mánuði á 8 golfvöllum Lesa meira
Gleðilegt sumar!
Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og menn fjölmenna á golfmót. Fimm mót eru haldin hér á landi í dag, þar af 4 opin: Á Strandarvelli á Hellu fer fram lokaða innanfélagsmótið: Vorkoma. Þetta er höggleikur með forgjöf og 8 skráðir í mótið, þar af 1 kvenkylfingur (12%) Á Kjalarnesinu fer fram Opna vormót GBR – en 5. hola vallarins er m.a. talin besta hola Norðurlanda af nýjasta tölublaði „The Finest“ s.s. Golf 1 greindi frá í gær. Fjöldi þáttttakenda í mótinu er 30, þar af 3 kvenkylfingar (10%) 10 kylfingar eru skráðir í Snærisleik sumardaginn fyrsta hjá Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH). Enginn kvenkylfingur (0%) Hjá GKJ fer Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Karen Guðnadóttir – 23. apríl 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Karen Guðnadóttir, afrekskylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja(GS). Hún er fædd 23. apríl 1992 og er því 22 ára í dag!!! Karen lék m.a. á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar með góðum árangri. Hún er jafnframt núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan Karen Guðnadóttir F. 23. apríl 1992 (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 (76 ára); Peter Teravainen, 23. apríl 1956 (58 ára); Terri Luckhurst, 23. apríl 1959 (55 ára); Joseph (Jodie) Martin Mudd, Lesa meira
Dawson hættir sem framkvæmdastjóri R&A
Peter Dawson framkvæmdastjóri Royal & Ancient (R&A) mun hætta á næsta ári sem framkvæmdastjóri, en R&A setur m.a. regluverk golfíþróttarinnar, endurskoðar það og viðheldur. Dawson hefir nú verið framkvæmdastjóri R&A í 16 ár. Hann mun hætta í september 2015 og jafnframt hætta sem ritari Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews, þar sem vagga golfsins er. R&A stendur m.a. fyrir elsta ristamótinu The Open Championship þ.e. Opna breska risamótinu og hefir, eins og segir, yfirstjórn ásamt bandaríska golfsambandinu (USGA) á reglum golfsins. Dawson er einnig forseti Alþjóða golfsambandsins og einnig það kjörtímabil sitt rennur sitt skeið 2016, þegar golfið snýr aftur sem íþróttagrein í Rio de Janeiro í fyrsta Lesa meira
Ian Poulter og Jason Dufner í borðtennis – Myndskeið
Ian Poulter og Jason Dufner eru nú í Kína og munu taka þá í 20. Volvo China Open mótinu, sem hefst á morgun og er mót vikunnar á Evróputúrnum. Eins og oft er fyrir slík mót þá eru ýmsar sýningar á hinu og þessu til þess að færa golfstórstjörnurnar nær menningu þess staðar þar sem mótið fer fram og jafnframt til þess að vekja athygli á og kynna mótið. Svo var og s.l. þriðjudag eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og myndskeiði hér að neðan, þegar Ian Poulter og Dufner tóku þátt í borðtennisleik. Þeir léku m.a. við margfalda heimsmeistara í borðtennis, en segja má að borðtennis- inn sé Lesa meira
5.hola Brautarholtsvallar ein besta par-3 hola á Norðurlöndum skv. „The Finest“
Í nýjasta hefti „The Finest“ er 3 golfvöllum á Íslandi gerð góð skil, en það eru Strandarvöllur á Hellu, Brautarholtsvöllur og golfvöllur GKG, Leirdalsvöllur. Í blaðinu segir m.a. að par-3 5. holan á Brautarholtsvelli „Gullkistuvíkin“ sé ein besta par-3 hola á Norðurlöndum eða: „The fifth hole is a long par 3 over the Gold Chest Creek. A gem to play and easily one of the best par 3´s in Scandinavia – let alone Iceland.“ (Hmmm, spurning hvort blaðamaður sé vel að sér í öllum par-3 á Íslandi, því hér leynast svo víða margir glóandi gimsteinar s.s. par-3 7. brautin á Meðaldalsvelli á Þingeyri, par-3 3. brautin á Garðavelli á Akranesi, Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (3/5)
Michelle Wie vann nú s.l. helgi 3. mótið sitt á LPGA mótaröðinni þ.e. LPGA Lotte Championship á heimavelli, golfvelli Ko Olina klúbbsins í Kapolei, Oahu, Hawaii. Af því tilefni er hér á Golf 1 rifjaður upp ferill þessarar glæsilegu bandarísku stúlku frá Hawaii, sem á sér fjölmarga aðdáendur hér á landi og hér fer 3. greinin af 5. Fyrir þá sem ekki fá nóg af Wie, er ferill hennar hér rifjaður upp í 50 mynda myndaseríu, sem sjá má með því að SMELLIA HÉR: Michelle Wie á árunum 2005–2006 Eftir að Michelle gerðist atvinnumaður í golfi 15 ára, árið 2005, átti hún ekki keppnisrétt á neinni mótaröð. LPGa gerir kröfur Lesa meira
Stenson að stíga upp úr flensu
Henrik Stenson vonast til að geta spilað vel í Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum, þrátt fyrir að hann sé ekki orðinn 100%. Svíinn hefir ekki náðum himinhæðum velgengni sinnar frá árinu 2013 það sem af er árs, en hefir sýnt ýmis batamerki m.a. var hann T-14 í The Masters risamótinu í byrjun mánaðarins. En Stenson hefir verið í lamasessi að undanförnu vegna flensu og tók þ.a.l. ekki þátt í Pro-Am mótinu í Shenzhen Genzon Golf Club. „Ég er bara að stíga upp úr flensu ef ég á að segja satt,“ sagði Stenson, sem er sigurstranglegastur að mati veðbanka. „Ég er enn svolítið veikburða eftir að hafa legið s.l. Lesa meira
Samband Elínar Nordegren og námukóngsins dýpkar
Samband fyrrum eiginkonu nr. 1, Elinar Nordegren og billjónamæringsins Chris Cline hefir dýpkað, að sögn heimildarmanna slúðurfréttasíðunnar Page Six í NY Post. (Sjá upprunalegu greinina með því að SMELLA HÉR:) Elín og Cline (sem á að sögn á $ 1,5 billjónir þ.e. 1500 milljarða íslenskra króna, sem er metin eigna hans í kolanámum í Illinois og Vestur-Virgíníu) hafa nú verið saman í yfir 1 ár. Þau eru nágrannar í North Palm Beach, en Cline keypti nýlega glæsihýsi næst við stórhýsi sitt Sjá fyrri grein Golf 1 m.a. með myndum af íburðarmiklu heimili Cline með því að SMELLA HÉR: og Elín endurbætti hús sitt fyrir stóran hluta þeirra peninga sem hún Lesa meira










