Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (4/5)

Michelle Wie á árunum 2007–2008 Í janúar 2007 samþykkti Wie að spila á 4. undanþágu sinni á PGA Tour á Sony Open í Hawaii, en nú munaði 14 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð og varð þriðja síðust af 144 keppendum 25 höggum á eftir þeim sem var í 1. sæti eftir 2. hring.  Næsta mót hennar eftir 4 mánuða fjarvegu og meiðsl á báðum úlnliðum var Ginn Tribute á LPGA þar sem Annika Sörenstam var gestgjafi. Wie var á 14 yfir pari eftir 16 holur áður en hún dró sig úr mótinu eftir samtal við umboðsmann sinn, þar sem hún bar fyrir sig meiðslin í úlnliðnum. Það að hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 10:00

Tiger stendur fyrir áhugamannamótaröð

Tiger Woods stendur fyrir nýrri áhugamannamótaröð þar sem m.a. er spilað á golfvöllum á borð við Merion og Congressional. The Tiger Woods Foundation, sem rekur m.a. 7 golfskóla og the Earl Woods Scholarship Program, hefir staðið í fjáröflun til þess að halda starfseminni gangandi einkum í gegnum 5 viðburði: Tiger Jam í Las Vegas (tónleikar og póker kvöld) og  Tiger Woods Invitational (einkamót fyrir styrktaraðila á  Pebble Beach). Stofnunin græðir líka á Quicken Loans National and Deutsche Bank Championship á PGA Tour, og 18 þátttakenda móti Tiger í desember:  World Challenge. Þessi nýja mótaröð Tiger nefnist: Tiger Woods Charity Playoffs. Þetta er mótaröð áhugamanna, sem stendur í 5 mánuði á 8 golfvöllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 08:30

Gleðilegt sumar!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og menn fjölmenna á golfmót. Fimm mót eru haldin hér á landi í dag, þar af 4 opin: Á Strandarvelli á Hellu fer fram lokaða innanfélagsmótið: Vorkoma. Þetta er höggleikur með forgjöf og 8 skráðir í mótið, þar af 1 kvenkylfingur (12%) Á Kjalarnesinu fer fram Opna vormót GBR – en 5. hola vallarins er m.a. talin besta hola Norðurlanda af nýjasta tölublaði „The Finest“ s.s. Golf 1 greindi frá í gær.  Fjöldi þáttttakenda í mótinu er 30, þar af 3 kvenkylfingar (10%) 10 kylfingar eru skráðir í Snærisleik sumardaginn fyrsta hjá Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH). Enginn kvenkylfingur (0%) Hjá GKJ fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karen Guðnadóttir – 23. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Karen Guðnadóttir, afrekskylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja(GS). Hún er fædd 23. apríl 1992 og er því 22 ára í dag!!! Karen lék m.a. á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar með góðum árangri. Hún er jafnframt núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan Karen Guðnadóttir F. 23. apríl 1992 (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 (76 ára); Peter Teravainen, 23. apríl 1956 (58 ára); Terri Luckhurst, 23. apríl 1959 (55 ára); Joseph (Jodie) Martin Mudd, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 16:30

Dawson hættir sem framkvæmdastjóri R&A

Peter Dawson framkvæmdastjóri Royal & Ancient (R&A) mun hætta á næsta ári sem framkvæmdastjóri, en R&A setur m.a. regluverk golfíþróttarinnar, endurskoðar það og viðheldur. Dawson hefir nú verið framkvæmdastjóri R&A í 16 ár. Hann mun hætta í september 2015 og jafnframt hætta sem ritari Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews, þar sem vagga golfsins er. R&A stendur m.a. fyrir elsta ristamótinu The Open Championship þ.e. Opna breska risamótinu og hefir, eins og segir, yfirstjórn ásamt bandaríska golfsambandinu (USGA) á reglum golfsins. Dawson er einnig forseti Alþjóða golfsambandsins og einnig það kjörtímabil sitt rennur sitt skeið 2016, þegar golfið snýr aftur sem íþróttagrein í Rio de Janeiro í fyrsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 15:00

Ian Poulter og Jason Dufner í borðtennis – Myndskeið

Ian Poulter og Jason Dufner eru nú í Kína og munu taka þá í 20. Volvo China Open mótinu, sem hefst á morgun og er mót vikunnar á Evróputúrnum. Eins og oft er fyrir slík mót þá eru ýmsar sýningar á hinu og þessu til þess að færa golfstórstjörnurnar nær menningu þess staðar þar sem mótið fer fram og jafnframt til þess að vekja athygli á og kynna mótið. Svo var og s.l. þriðjudag eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og myndskeiði hér að neðan, þegar Ian Poulter og Dufner tóku þátt í borðtennisleik. Þeir léku m.a. við margfalda heimsmeistara í borðtennis, en segja má að borðtennis- inn sé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 13:30

5.hola Brautarholtsvallar ein besta par-3 hola á Norðurlöndum skv. „The Finest“

Í nýjasta hefti „The Finest“ er 3 golfvöllum á Íslandi gerð góð skil, en það eru Strandarvöllur á Hellu, Brautarholtsvöllur og golfvöllur GKG, Leirdalsvöllur. Í blaðinu segir m.a. að par-3 5. holan á Brautarholtsvelli „Gullkistuvíkin“  sé ein besta par-3 hola á Norðurlöndum eða: „The fifth hole is a long par 3 over the Gold Chest Creek. A gem to play and easily one of the best par 3´s in Scandinavia – let alone Iceland.“ (Hmmm, spurning hvort blaðamaður sé vel að sér í öllum par-3 á Íslandi, því hér leynast svo víða margir glóandi gimsteinar s.s. par-3 7. brautin á Meðaldalsvelli á Þingeyri, par-3 3. brautin á Garðavelli á Akranesi, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (3/5)

Michelle Wie vann nú s.l. helgi 3. mótið sitt á LPGA mótaröðinni þ.e. LPGA Lotte Championship á heimavelli, golfvelli Ko Olina klúbbsins í Kapolei, Oahu, Hawaii.  Af því tilefni er hér á Golf 1 rifjaður upp ferill þessarar glæsilegu bandarísku stúlku frá Hawaii, sem á sér fjölmarga aðdáendur hér á landi og hér fer 3. greinin af 5. Fyrir þá sem ekki fá nóg af Wie,  er ferill hennar hér rifjaður upp í 50 mynda myndaseríu, sem sjá má með því að  SMELLIA HÉR: Michelle Wie á árunum  2005–2006 Eftir að Michelle gerðist atvinnumaður í golfi 15 ára, árið 2005, átti hún ekki keppnisrétt á neinni mótaröð.  LPGa gerir kröfur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 11:00

Stenson að stíga upp úr flensu

Henrik Stenson vonast til að geta spilað vel í Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum,  þrátt fyrir að hann sé ekki orðinn 100%. Svíinn hefir ekki náðum himinhæðum velgengni sinnar frá árinu 2013 það sem af er árs, en hefir sýnt ýmis batamerki m.a. var hann T-14 í The Masters risamótinu í byrjun mánaðarins. En Stenson hefir verið í lamasessi að undanförnu vegna flensu og tók þ.a.l. ekki þátt í Pro-Am mótinu í Shenzhen Genzon Golf Club. „Ég er bara að stíga upp úr flensu ef ég á að segja satt,“ sagði Stenson, sem er sigurstranglegastur að mati veðbanka. „Ég er enn svolítið veikburða eftir að hafa legið  s.l. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 10:00

Samband Elínar Nordegren og námukóngsins dýpkar

Samband fyrrum eiginkonu nr. 1, Elinar Nordegren og billjónamæringsins Chris Cline hefir dýpkað, að sögn heimildarmanna slúðurfréttasíðunnar Page Six í NY Post. (Sjá upprunalegu greinina með því að SMELLA HÉR:) Elín og Cline (sem á að sögn á $ 1,5 billjónir þ.e. 1500 milljarða íslenskra króna, sem er metin eigna hans í kolanámum í Illinois og Vestur-Virgíníu) hafa nú verið saman í yfir 1 ár. Þau eru nágrannar í North Palm Beach, en Cline keypti nýlega glæsihýsi næst við stórhýsi sitt Sjá fyrri grein Golf 1 m.a. með myndum af íburðarmiklu heimili Cline með því að SMELLA HÉR: og Elín endurbætti hús sitt fyrir stóran hluta þeirra peninga sem hún Lesa meira