LPGA: Stacy Lewis leiðir í Swinging Skirts mótinu e. 2. dag
Það er Stacy Lewis sem er efst á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu eftir 2. mótsdag. Mótið fer fram á golfvelli Lake Merced golfklúbbsins, í Daly City, Kaliforníu. Lewis er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69). Í 2. sæti, 1 höggi á eftir, eru nýsjálenski táningurinn, Lydia Ko, 17 ára, og franska forystukona gærdagsins, Karine Icher, en báðar eru búnar að leika á samtals 139 höggum: Ko (68 71) og Icher (66 73). Þess mætti geta að Ko er komin með nýjan kylfubera. Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
GBR: Gunnar Ingi sigraði á Opna vormótinu
Opna vormót GBR á sumardaginn fyrsta var haldið á Brautarholtsvelli fimmtudaginn 24. apríl 2014. Það voru 32 þáttakendur sem luku leik, þ.á.m. 3 kvenkylfingar. Mótið var 9 holu punktakeppni og höggleikur án forgjafar. Hámarks forgjöf var 24 punktar hjá körlum og 28 hjá konum. Verðlaun voru veitt fyrir 3 fyrstu sætin í punktakeppni með forgjöf og efsta sæti í höggleik án forgjafar og voru þau eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: Í höggleiknum sigraði Gunnar Ingi Björnsson, GOB, en hann var á 36 höggum og hlaut hann í verðlaun 10 skipta aðgangskort í Brautarholt og inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 10.000. Gunnar Ingi var líka með flesta punkta í mótinu 20 punkta en Lesa meira
Evróputúrinn: Levy leiðir enn
Frakkinn Alexander Levy er enn efstur á Volvo China Open. Hann er búinn að leika á samtals 16 undir pari (68 62 70) og hefir 3 högga forystu á þann sem næstur kemur, Spánverjann Alvaro Quiros. Finninn Mikko Ilonen er síðan í 3. sæti á samtals 12 undir pari. Tommy Fleetwood og Adrian Otagui eru síðan báðir í 4. sæti á 11 undir pari. Til þess að sjá stöðuan eftir 2. dag á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá enn efst!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State „The Bulldogs“ taka þátt í Mountain West Conference Championship svæðismótinu. Mótið fer fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu þar sem Kraft Nabisco risamót kvennagolfsins er haldið á hverju ári. Mótið stendur dagana 24.-26. apríl 2014 og þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Guðrún Brá er enn í 1. sæti fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag, en hún er búin að spila samtals á 2 undir pari, 142 höggum (71 71). Lið Fresno State er í 2. sæti. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2014
Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 32 ára afmæli í dag. Skemmst er að minnast að Grégory sigraði 1. september 2013 á ISPS Handa Wales Open. Þetta var 4. sigurinn hans á Evrópumótaröðinni og sá 8. á ferlinum, en Bourdy gerðist atvinnumaður í golfi 2003. Grégory hefir einnig verið aðalmaðurinn í ýmsum liðakeppnum; þannig lék hann t.a.m. í Seve Trophy á s.l. ári og í Evr-Asíu bikarnum nú í ár (2014) undir forystu Miguel Ángel Jimenéz. Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilar á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga Lesa meira
Evróputúrinn: Levy leiðir í Kína
Frakkinn Alexander Levy var á 10 undir, 62 höggum, á 2. hring Volvo China Open og leiðir mótið á samtals 14 undir pari, 130 höggum (68 62). Í 2. sæti, 4 höggum á eftir er spænski kylfingurinn Adrian Otagui. Í 3. sæti er síðan landi Otagui, Alvaro Quiros, 5 höggum á eftir Levy á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68). Henrik Stenson sem átti sjéns á að velta Tiger úr 1. sæti heimslistans er 11 höggum á eftir Levy á samtals 3 undir pari (71 70). Þess bera að geta að Stenson er að stíga upp úr flensu eins og Golf 1 hefir bent á SMELLIÐ HÉR: Til Lesa meira
Evróputúrinn: Guan Tianlang komst ekki gegnum niðurskurð China Open
Kínverski unglingurinn Guan Tianlang, 15 ára, sem í fyrra varð sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á Masters risamótinu, verður nú að snúa aftur í skólann og á æfingasvæðið, en hann komst ekki í gegnum niðurskurð á China Open í morgun. Guan lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (71 76) en sem stendur er niðurskurður miðaður við parið. Guan byrjaði ágætlega í dag (af 10. teig). Hann fékk 2 fugla en náði sér síðan aldrei almennilega á strik eftir að hann fékk 3 skolla og skramba á fyrri 9 og bætti einum skolla við á seinni 9. Guan er því úr leik að sinni, eftir Lesa meira
PGA: Ben Martin með vallarmet (62) og efstur – Hápunktar 1. dags Zurich Classic
Það er bandaríski kylfingurinn Ben Martin, 26 ára, sem minnir um margt á ungan Mickelson, sem er efstur eftir 1. dag Zurich Classic of New Orleans. Martin lék á 10 undir pari, 62 höggum, sem er vallarmet á TPC Louisiana, í Avondale, LA. Martin sagði eftir að staðan lá ljós fyrir að þetta hefði verið einn besti hringur sinn á ferlinum. Ansi vindasamt var og sagðist Martin hafa einbeitt sér að „einu höggi í einu“ Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Andrew Svoboda, á 8 undir pari, 64 höggum. Tveir deila 3. sætinu enn öðru höggi á eftir: Seung-yul Noh og Peter Hanson. Til þess að sjá hápunkta 1. Lesa meira
LPGA: Icher leiðir e. 1. dag Swinging Skirts
Það er franski Solheim Cup leikmaðurinn, Karine Icher, sem leiðir eftir 1. dag Swinging Skirts LPGA Classic, sem fram fer í Lake Merced golfklúbbnum, í Daly City, Kaliforníu. Icher lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Fast á hæla Icher er einn af afmæliskylfingum gærdagsins, undraunglingurinn ný-sjálenski, Lydia Ko, sem átti 17 ára afmæli í gær og auk þess 4 aðrar: Ilhee Lee og Jenny Shin frá Suður-Kóreu; Maria McBride frá Svíþjóð og hollenski kylfingurinn Dewi Claire Schreefel. Allar eru þær aðeins 1 höggi á eftir Icher, léku allar á 5 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Swingin Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
Laila fór holu í höggi á La Finca!
Hellishóladrottningin, Laila Ingvarsdóttir, GÞH, fór holu í höggi á 13. holu La Finca golfvallarins á Spáni, í gær, 24. apríl 2014. Svo vill til að eiginmaður Lailu, Víðir Jóhannsson sló draumahöggið á sömu holu fyrir ári síðan. Golf 1 óskar Lailu til hamingju með ásinn!










