Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2014

Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur  í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 32 ára afmæli í dag.

Skemmst er að minnast að Grégory sigraði 1. september 2013 á  ISPS Handa Wales Open. Þetta var 4. sigurinn hans á Evrópumótaröðinni og sá 8. á ferlinum, en Bourdy gerðist atvinnumaður í golfi 2003.

Grégory hefir einnig verið aðalmaðurinn í ýmsum liðakeppnum; þannig lék hann t.a.m. í Seve Trophy á s.l. ári og í Evr-Asíu bikarnum nú í ár (2014) undir forystu Miguel Ángel Jimenéz.

Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilar á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga á kvikmyndum og íþróttum almennt. Til þess að sjá allt nánar um Grégory má sjá heimasíðu hans HÉR:

Grégory og Annabelle

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „JerryBarber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994);  Christa Johnson, 25. apríl 1958 (56 ára); Wes Martin, 25. apríl 1973 (41 árs)…. og ……

F. 25. apríl 1968 (46 ára)
F. 25. apríl 1957 (57 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is