GS: Alfreð Brynjar (69) og Bjarni Óskars (40 pkt) sigruðu á Opna sumarmótinu
Það var ekki alveg sú rjómablíða sem búið var að spá fyrir sumardaginn fyrsta, samt viðraði mjög vel til golfleiks þótt blési aðeins. Það luku 113 kylfingar leik í Leirunni í gær, þar af 9 kvenkylfingar og mátti sjá nokkur góð skor hjá keppendum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur: Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG sigraði á 69 höggum (-3) Punktakeppni: 1. sæti – Bjarni Óskarsson úr GK, 40 punktar 2. sæti – Ragnar Árnason úr GR, 38 punktar 3. sæti – Hilmar Guðjónsson úr GKG, 37 punktar Kvenkylfingar: Þórdís Geirsdóttir GK, var á besta skorinu af konunum eða 84 höggum meðan Kinga Korpak, GS, var með flesta punkta kvenþátttakenda, 33 pkt. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og félagar luku leik í 4. sæti á Sun Belt Conference
Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayette luku keppni í Sun Belt Conference svæðismótinu. Mótið fór fram dagana 21.-23. apríl 2014 á golfvelli Grand Bear Golf Club í Saucier, Mississippi. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (75 73 69) og lauk keppni í 10. sæti – þ.e. fór upp um 7 sæti frá deginum þar áður, einkum vegna glæsilegs lokahringjar upp á 3 undir pari, 69 höggum, hring þar sem Haraldur fékk 5 fugla og 2 skolla. Haraldur Franklín var á 3. besta skori Louisiana Lafayette en liðið varð í 4. sæti í liðakeppninni. Til þess Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már luku keppni á Southland Conference
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku keppni á Southland Conference svæðismótinu. Mótið stóð dagana 21.-23. apríl 2014 og fór fram á golfvelli Stonebridge Ranch CC, í McKinney, Texas. Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum. Andri Þór lék á samtals á 18 yfir pari, 234 höggum (79 77 78) og varð í 35. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 2. besta skori Nicholls State, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Ragnar Már var ekki að finna sig í mótinu, en hann átti óvenju slaka byrjun, lék á samtals 29 yfir pari (87 79 79); var á 5. og slakasta skori Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá efst e. 1. hring Mountain West Conference Champ.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State „The Bulldogs“ hófu í dag leik á Mountain West Conference Championship svæðismótinu. Mótið fer fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu þar sem Kraft Nabisco risamót kvennagolfsins er haldið á hverju ári. Mótið stendur dagana 24.-26. apríl 2014 og þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Guðrún Brá er í 1. sæti eftir 1. hring en hún lék á 1 undir pari, 71 höggi. Hún er á besta skori Fresno State sem er í 4. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár SMELLIÐ HÉR:
GKJ: Arnór Harðarson sigraði á Opna Sumardagurinn 1. mótinu
Í dag fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GKJ Opna Sumardagurinn 1. mótið. Það voru 158 sem luku mótinu þar af 16 kvenkylfingar og var þetta langfjölmennasta golfmótið, sem haldið var í dag. Sem fyrr í mótum hjá GKJ voru veitt 3 verðlaun fyrir 3 efstu sætin annars vegar í höggleik án forgjafar og hins vegar punktakeppni með forgjöf. Eins voru veitt nándarverðlaun á par-3 holum vallarins. Í höggleiknum sigraði Arnór Harðarson, GR, eftir bráðabana við heimamanninn Elfar Rafn Sigþórsson, GKJ en hann lék líka á 77 höggum. Í 3. sæti varð síðan Birgir Guðjónsson, GR líka á 77 höggum en hann mætti ekki í bráðabanann. Í 4. sæti varð Lesa meira
GHR: Þórunn sigraði á 1. mótinu á Hellu – Vorkomunni
Átta kappar tóku þátt í fyrsta móti sumarsins á Strandarvelli, innanfélagsmóti hjá GHR, 7 karlkylfingar og 1 kvenkylfingur. Og það þurfti ekki nema 1 konu til þess að sigra….. Þórunni Sigurðardóttur! Úrslit urðu eftirfarandi (höggleikur með forgjöf): 1. sæti: Þórunn Sigurðardóttir 76 högg. 2. sæti: Matthías Þorsteinsson 78 högg. 3. sæti: Erlingur Snær Loftsson 80 högg. Aðrir sem þátt tóku voru: Jóhann Unnsteinsson, GHR; Jón Hreggviður Hjartarson, GHR; Jón Þorsteinn Hjartarson, GR; Jón Steinar Ingólfsson, GKG og Loftur Þór Pétursson, GHR.
Evróputúrinn: Quiros og Dyson efstir þegar 1. hring er frestað vegna myrkurs á Volvo China Open
Það eru þeir Alvaro Quiros og Simon Dyson sem eru efstir á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, sem hófst í dag í Guangzou GC, Volvo China Open. Að vísu hafa ekki allir lokið leik því 1. hring var frestað til morgundagsins vegna myrkurs. Þeir Quiros og Dyson spiluðu báðir á 5 undir pari, 67 höggum. Englendingarnir Tyrell Hatton og David Horsey, Spánverjinn Adrian Otagui og Ástralinn Brett Rumford hafa allir lokið leik á 68 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:
Tiger ásamt Elínu og Lindsey á boltaleik sonar síns
Svo virðist sem allt sé í besta lagi hjá Woods fjölskyldunni; allir vinir og allt í sátt og samlyndi. Þannig sást nú nýlega til hins bakþjáða Tiger , sem er að kosta golfheiminn milljarða með fjarveru sinni frá keppnisgolfi, þar sem hann var ásamt báðum konum sínum, þ.e. fyrrverandi eiginkonu sinni, Elínu Nordegren og núverandi kærustu sinni, skíðadrottningunni, Lindsey Vonn, þar sem þau voru öll að horfa á hafnaboltaleik Charlie sonar Elínar og Tiger. Þrenningin sat saman á leikvangi í Flórída og sagði heimildarmaður að Woods og Nordegren hefðu „hegðað sér vel… jafnvel verið vingjarnleg“ hvort við annað. Sambandið endaði illa hjá Tiger og Elínu vegna framhjáhalda Tiger, sem upp komst árið Lesa meira
Um 10.000 reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska
Það eru fleiri en nokkru sinni sem vilja taka þá í Opna bandaríska risamótinu. Bandaríska golfsambandið (USGA) sagði í fréttatilkynningu í dag að sambandinu hefðu borist 10.127 þátttökubeiðnir í Opna bandaríska sem fram fer 12.-15. júní á Pinehurst nr. 2. Þetta er nýtt fjöldamet en síðasta met var sett fyrir ári en þá tóku 9860 þátt. Meðal þeirra sem þátt taka í Opna bandaríska eru 51 kylfingur sem ekki þurfa að reyna fyrir sér í úrtökumótum. Þ.á.m. eru 12 fyrrum meistarar Opna bandaríska þ.á.m. sá sem á titil að vera, Justin Rose og Tiger Woods. Tiger er að jafna sig eftir bakuppskurð og hefir aðeins gefið út að hann vonist Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jonas Blixt ——– 24. apríl 2014
Það er sænski kylfingurinn Jonas Blixt, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is Jonas er fæddur 24. apríl 1984 í Nässjö í Svíþjóð og á því 30 ára stórafmæli í dag! Jonas spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Florida State University og gerðist atvinnumaður fyrir 6 árum síðan þ.e. 2008. Hann hefir sigrað tvívegis á PGA Tour og komst nýverið í fréttirnar þar sem hann átti raunhæfan möguleika á að verða fyrsti sænski karlkylfingurinn til þess að sigra í Masters risamótinu. Hann varð í 2. sæti en spilaði alveg framúrskerandi vel. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (69 ára); Óli Viðar Lesa meira










