Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 13:15

Evróputúrinn: Levy leiðir í Kína

Frakkinn Alexander Levy var á 10 undir, 62 höggum, á 2. hring Volvo China Open og leiðir mótið á samtals 14 undir pari, 130 höggum (68 62).

Í 2. sæti, 4 höggum á eftir er spænski kylfingurinn Adrian Otagui.

Í 3. sæti er síðan landi Otagui, Alvaro Quiros, 5 höggum á eftir Levy á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68).

Henrik Stenson sem átti sjéns á að velta Tiger úr 1. sæti heimslistans er 11 höggum á eftir Levy á samtals 3 undir pari (71 70). Þess bera að geta að Stenson er að stíga upp úr flensu eins og Golf 1 hefir bent á SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: