Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 07:45

LPGA: Icher leiðir e. 1. dag Swinging Skirts

Það er franski Solheim Cup leikmaðurinn, Karine Icher, sem leiðir eftir 1. dag Swinging Skirts LPGA Classic, sem fram fer í Lake Merced golfklúbbnum, í Daly City, Kaliforníu.

Icher lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Fast á hæla Icher er einn af afmæliskylfingum gærdagsins, undraunglingurinn ný-sjálenski, Lydia Ko, sem átti 17 ára afmæli í gær og auk þess 4 aðrar: Ilhee Lee og Jenny Shin frá Suður-Kóreu; Maria McBride frá Svíþjóð og hollenski kylfingurinn Dewi Claire Schreefel.

Allar eru þær aðeins 1 höggi á eftir Icher, léku allar á 5 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Swingin Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: