Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 08:00

PGA: Ben Martin með vallarmet (62) og efstur – Hápunktar 1. dags Zurich Classic

Það er bandaríski kylfingurinn Ben Martin, 26 ára, sem minnir um margt á ungan Mickelson, sem er efstur eftir 1. dag Zurich Classic of New Orleans.

Martin lék á 10 undir pari, 62 höggum, sem er vallarmet á TPC Louisiana, í Avondale, LA.

Martin sagði eftir að staðan lá ljós fyrir að þetta hefði verið einn besti hringur sinn á ferlinum.  Ansi vindasamt var og sagðist Martin hafa einbeitt sér að „einu höggi í einu“

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Andrew Svoboda, á 8 undir pari, 64 höggum.

Tveir deila 3. sætinu enn öðru höggi á eftir: Seung-yul Noh og Peter Hanson.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: