Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2014 | 10:00

GBR: Gunnar Ingi sigraði á Opna vormótinu

Opna vormót GBR á sumardaginn fyrsta var haldið á Brautarholtsvelli fimmtudaginn 24. apríl 2014.  Það voru 32 þáttakendur sem luku leik, þ.á.m. 3 kvenkylfingar.

Mótið var 9 holu punktakeppni og höggleikur án forgjafar. Hámarks forgjöf var 24 punktar hjá körlum og 28 hjá konum.

Verðlaun voru veitt fyrir 3 fyrstu sætin í punktakeppni með forgjöf og efsta sæti í höggleik án forgjafar og voru þau eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

Í höggleiknum sigraði Gunnar Ingi Björnsson, GOB, en hann var á 36 höggum og hlaut hann í verðlaun 10 skipta aðgangskort í Brautarholt og inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 10.000. Gunnar Ingi var líka með flesta punkta í mótinu 20 punkta en tók ekki verðlaun í punktakeppnishlutanum því sami aðili gat ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum.

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti; Guðmundur Guðmundsson, GKG, á 19 punktum og hlaut hann í verðlaun 10 skipta aðgangskort í Brautarholt og inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 10.000.

2. sæti; Ívar Friðriksson, GKG og hlaut hann í verðlaun 5 skipta aðgangskort í Brautarholt og inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 5.000.

3. sæti; Þórir Guðmundsson, GKG og hlaut hann í verðlaun 5 skipta aðgangskort í Brautarholt.

Af konunum stóð Eygló Grímsdóttir, GR sig best var á 53 höggum í höggleikshlutanum og hún og Etna Sigurðardóttir, GO voru síðan jafnar í punktakeppninni af konunum, báðar á 11 punktum.

Sjá má heildarúrslitin í höggleikshlutanum hér að neðan:

1 Gunnar Ingi Björnsson GOB 5 F 0 36 36 1 36 36 1
2 Svavar Geir Svavarsson GO 6 F 0 43 43 8 43 43 8
3 Jörundur Sveinn Matthíasson GR 7 F 0 44 44 9 44 44 9
4 Jan Bernstorff Thomsen GO 10 F 0 45 45 10 45 45 10
5 Guðmundur Guðmundsson GKG 21 F 0 45 45 10 45 45 10
6 Halldór Pálmi Bjarkason 8 F 0 46 46 11 46 46 11
7 Ásgeir Ingvarsson GKG 12 F 0 46 46 11 46 46 11
8 Friðrik Jón Arngrímsson GR 7 F 0 46 46 11 46 46 11
9 Helgi Róbert Þórisson GKG 6 F 0 46 46 11 46 46 11
10 Björn Halldór Björnsson GR 3 F 0 46 46 11 46 46 11
11 Þórarinn Sveinsson NK 14 F 0 47 47 12 47 47 12
12 Þórir Guðmundsson GKG 21 F 0 47 47 12 47 47 12
13 Ívar Friðriksson GKG 24 F 0 47 47 12 47 47 12
14 Sigurvin Bárður Sigurjónsson GÁS 19 F 0 48 48 13 48 48 13
15 Magnús Kristinn Jónsson GR 15 F 0 48 48 13 48 48 13
16 Jóhannes Sigurðsson GO 18 F 0 49 49 14 49 49 14
17 Matthías Guðmundsson GR 17 F 0 50 50 15 50 50 15
18 Ásbjörn Jónsson GO 20 F 0 50 50 15 50 50 15
19 Þórarinn Egill Þórarinsson GOB 13 F 0 50 50 15 50 50 15
20 Kristinn Wium GOB 7 F 0 50 50 15 50 50 15
21 Andrés Kristinn Þorgeirsson GKG 24 F 0 51 51 16 51 51 16
22 Henry Þór Granz GO 9 F 0 51 51 16 51 51 16
23 Svanberg Guðmundsson GF 13 F 0 52 52 17 52 52 17
24 Karl Jón Karlsson GR 12 F 0 52 52 17 52 52 17
25 Eygló Grímsdóttir GR 20 F 0 53 53 18 53 53 18
26 Freyr Hreiðarsson GR 12 F 0 53 53 18 53 53 18
27 Valgarð Már Jakobsson GOB 15 F 0 54 54 19 54 54 19
28 Etna Sigurðardóttir GO 24 F 0 55 55 20 55 55 20
29 Bjarni Pálsson GBR 24 F 0 55 55 20 55 55 20
30 Aðalsteinn Jónsson GR 16 F 0 56 56 21 56 56 21
31 Steinþór Óli Hilmarsson GKG 21 F 0 57 57 22 57 57 22
32 Jakobína Eygló Benediktsdóttir GF 27 F 0 67 67 32 67 67 32

Sjá má heildarúrslitin í punktakeppnishlutanum hér að neðan:

1 Gunnar Ingi Björnsson GOB 5 F 0 20 20 20 20
2 Guðmundur Guðmundsson GKG 21 F 0 19 19 19 19
3 Ívar Friðriksson GKG 24 F 0 18 18 18 18
4 Þórir Guðmundsson GKG 21 F 0 17 17 17 17
5 Sigurvin Bárður Sigurjónsson GÁS 19 F 0 15 15 15 15
6 Andrés Kristinn Þorgeirsson GKG 24 F 0 14 14 14 14
7 Jóhannes Sigurðsson GO 18 F 0 14 14 14 14
8 Svavar Geir Svavarsson GO 6 F 0 14 14 14 14
9 Ásgeir Ingvarsson GKG 12 F 0 13 13 13 13
10 Ásbjörn Jónsson GO 20 F 0 13 13 13 13
11 Jan Bernstorff Thomsen GO 10 F 0 13 13 13 13
12 Jörundur Sveinn Matthíasson GR 7 F 0 13 13 13 13
13 Þórarinn Sveinsson NK 14 F 0 13 13 13 13
14 Magnús Kristinn Jónsson GR 15 F 0 13 13 13 13
15 Matthías Guðmundsson GR 17 F 0 12 12 12 12
16 Halldór Pálmi Bjarkason 8 F 0 12 12 12 12
17 Friðrik Jón Arngrímsson GR 7 F 0 11 11 11 11
18 Helgi Róbert Þórisson GKG 6 F 0 11 11 11 11
19 Etna Sigurðardóttir GO 24 F 0 11 11 11 11
20 Þórarinn Egill Þórarinsson GOB 13 F 0 11 11 11 11
21 Eygló Grímsdóttir GR 20 F 0 11 11 11 11
22 Björn Halldór Björnsson GR 3 F 0 10 10 10 10
23 Bjarni Pálsson GBR 24 F 0 10 10 10 10
24 Svanberg Guðmundsson GF 13 F 0 9 9 9 9
25 Karl Jón Karlsson GR 12 F 0 9 9 9 9
26 Steinþór Óli Hilmarsson GKG 21 F 0 9 9 9 9
27 Valgarð Már Jakobsson GOB 15 F 0 8 8 8 8
28 Kristinn Wium GOB 7 F 0 8 8 8 8
29 Henry Þór Granz GO 9 F 0 8 8 8 8
30 Freyr Hreiðarsson GR 12 F 0 8 8 8 8
31 Aðalsteinn Jónsson GR 16 F 0 7 7 7 7
32 Jakobína Eygló Benediktsdóttir GF 27 F 0 4 4 4 4