Evróputúrinn: 1. sigur Levy kom í Kína
Frakkinn Alexander Levy vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni í Guangzhou, Kína nú fyrr í dag á Volvo China Open. Hann lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 62 70 69). Sigurinn var sannfærandi en Levy, sem vann sér inn € 389,151 (um 60 milljónir íslenskra króna) átti 4 högg á þann sem varð í 2. sæti: Englendinginn Tommy Fleetwood. Fleetwood lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 68 67 68). Til þess að sjá lokastöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá sigraði á Mountain West Conference Champ.!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State „The Bulldogs“ tóku þátt í Mountain West Conference Championship svæðismótinu, en mótinu lauk í gær. Mótið stóð dagana 24.-26. apríl 2014 og þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Mótið fór fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu þar sem Kraft Nabisco risamót kvennagolfsins er haldið á hverju ári. Guðrún Brá sigraði Mountain West Conference Championship, en þetta er fyrsta mótið sem Guðrún Brá sigrar í, í bandaríska háskólagolfinu!!! Þetta er ekkert annað en stórglæsilegt, en Guðrún Brá er tiltöulega nýbyrjuð í bandaríska háskólagolfinu, byrjaði nú rétt eftir áramót. Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (71 71 76). Lið Fresno State varð Lesa meira
GA: Vorverkin hafin að Jaðri
Nú er nóg að gera hjá Steindóri og Daniel á Jaðarsvelli; vorverkin komin á fullt með hækkandi sól. Flatirnar eru búnar að vera alveg auðar í talsverðan tíma og þ. 23. apríl s.l. var borið á þær í annað sinn. Einnig var kveikt á vökvunarkerfinu og þær vökvaðar eftir áburðargjöfina. Það hefur verið mikill þurrkur undanfarið og því nauðsynlegt að koma vatni á þær. Staðan á vellinum er heilt yfir mjög góð. Það er ennþá þónokkur snjór á vellinum en hann fer minnkandi dag frá degi í veðurblíðunni sem hefur herjað á Akureyri undanfarna daga. Eins og þetta horfir núna þá eru einungis tvær flatir, sem eru illa farnar, annað Lesa meira
Hvað er í pokanum hjá Seung-yul Noh?
Eftirfarandi í poka suður-kóreanska kylfingsins Seung-yul Noh: Dræver: VR_S Covert 2.0 Tour Brautartré: VR_S Covert Fairway Woods Járn: VR Pro Blade Irons Fleygjárn: VR Forged fleygjárn Pútter: Method 006 Putter Bolti: RZN Platinum Golfklæðnaður: Nike Golf Tour Premium Sport Performance Collection Golfskór: Nike Lunar Control
Hver er kylfingurinn: Seung-yul Noh?
Noh Seung-yul frá Suður-Kóreu er í 1. sæti á Zurich Classic fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í kvöld. Seung-yul fæddist í Gangwon-do í Suður-Kóreu, 29. maí 1991 og er því 22 ára. Seung-yul byrjaði að spila golf 7 ára eftir að pabbi hans gaf honum fyrsta settið. Seung-yul æfði sig m.a. með því að slá bolta á ströndinni nálægt heimili sínu í Seoul áður en hann fór í skólann og eftir að hann kom heim úr skólanum varði hann öllum tíma sínum á æfingasvæðinu. Seung-yul spilaði líka tennis, fótbolta og hafnarbolta áður en hann sneri athyglinni alfarið að golfi. Hann gerðist síðan atvinnumaður 9 árum síðar, aðeins 16 ára, árið Lesa meira
PGA: Seung-Yul Noh efstur fyrir lokahring Zurich Classic
Það er Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu, sem er efstur eftir 54 leiknar holur á Zurich Classic á TPC Louisiana, í Avondale. Noh er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (65 68 65). Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Noh er Keegan Bradley, sem búinn er að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (69 66 65). Robert Streb er síðan í 3. sæti á 15 undir pari og 3 deila 4. sætinu á samtals 14 undir pari hver: Ben Martin (sem leiddi 2 fyrstu dagana); Andrew Svoboda og Jeff Overton. Hæst „rankaði“ maður mótsins, Justin Rose, er í 20. sæti ásamt 7 öðrum Lesa meira
LPGA: Lewis á 1 högg á Ko fyrir lokahringinn á Swinging Skirts
Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis á 1 högg á hina ungu, nýsjálensku Lydíu Ko, á Swinging Skirts LPGA Classic og heldur því forystunni fyrir lokahring mótsins, sem fram fer í dag. Lewis er samtals búin að leika á 10 undir pari, 206 höggum (69 69 68). Ko er hins vegar á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 71 68). Það stefnir eiginlega í einvígi milli þeirra í kvöld. Í 3. sæti er Jenny Shin, á samtals 6 undir pari; í 4. sæti er Hee Young Park á samtals 5 undir pari og 5. sætinu deila hin kínverska Shanshan Feng, PK Kongkraphan og Karine Icher allar á samtals Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 47 ára afmæli í dag Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Hún er í stjórn Golfklúbbsins Odds. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Laufey Sigurðardóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (63 árs); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (53 árs); Clodomiro Carranza, 26. apríl 1982 (Argentínumaðurinn á 32 ára); J.B. Holmes, Lesa meira
PGA: Ben Martin enn í 1. sæti í hálfleik á Zurich Classic – hápunktar 2. dags
Ben Martin leiðir enn eftir 2. dag Zurich Classic á TPC Louisiana, í Avondale. Martin er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (62 67). Í 2. sæti er Andrew Svoboda 3 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (64 68). Þriðja sætinu deila síðan þeir Seung-yul Noh og Robert Streb á samtals 11 undir pari, hvor. Sá sem er hæst „rankaður“ í mótinu, Justin Rose er í 22. sæti á samtals 6 undir pari. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð að þessu sinni eru Ernie Els, Billy Horschel og Thorbjörn Olesen. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Zurich Classic SMELLIÐ Lesa meira
PGA: Krókódílaviðureign John Peterson – Vídeó
Meðal hápunkta á 2. degi Zurich Clacssic sem fram fer á TPC Louisiana var atvik sem átti sér stað þegar James Driscoll sló bolta sínum í flatarglompu sem var í jaðri vatnshindrunar. Á bakkanum var krókódíll í sólbaði. Driscoll ákvað að bíða og slá ekki þar til krókódíllinn væri farinn, en króksi virtist ekkert hafa minnstu áhyggjur af leikhraða og lá sem fastastur. Það var þá sem John Peterson, nýliði á PGA og fyrrum liðsmaður í golfliði LSU og ráshópsfélagi Driscoll greip til sinna ráða, tók upp hrífu úr sandglompunni og sló henni í afturenda króksa, sem forðaði sér þá hið snarasta út í vatnshindrunina. Slíkt er stórhættulegt og ekki Lesa meira










