Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 15:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Peter Malnati (8/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 18. sæti, en það er  Peter Malnati.  Malnati lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 34. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki. Peter Malnati fæddist 13. júní 1987 og er því 26 ára. Malnati sagðist hafa byrjað í golfi vegna klikkaðs nágranna síns, sem var illilega með golfbakteríuna.  Hann smitaðist.  Malnati útskrifaðist síðan frá University of Misouri árið 2009 með gráðu í samskiptum (ens. communications) og eftir að hafa spilað í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 09:45

400 manns skráðir í 8 mót í dag

8 mót eru í boði fyrir kylfinga á landinu í dag – reyndar aðeins 5,  því þar af eru 3 innanfélagsmót. Þátttakendur í mótunum eru 400 þar af 30 kvenkylfingar, en áhyggjuefni er að verða hversu fáir kvenkylfingar taka þátt í opnum mótum!  Í dag eru þær aðeins 7,5% þátttakenda í mótum, sem í boði eru. Mótin eru eftirfarandi: 1.  Opna Veiðarfæraþjónustan hjá GG – Texas Scramble  52 tveggja manna lið skráð til leiks þ.e. 104 (5) kylfingar 2. Opna skemmu styrktarmótið hjá GVS – 61 (4)  kylfingur skráður til leiks – punktamót með verðlaun fyrir besta skor 3. Opið mót Brautarholti Kjalarnes hjá GBR – 25 (0) skráðir til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 09:00

PGA: Hápunktar á 2. hring the Players – Myndskeið

Hér að neðan má sjá myndskeið með hápunktum 2. dags á The Players meistaramótinu, sem margir nefna 5. risamótið. Martin Kaymer er enn í forystu en heldur hefir Jordan Spieth tekist að saxa á forystu Kaymer; en Spieth lék 2. hring á 66 höggum meðan Kaymer var „aðeins“ á 69 og bilið milli þeirra nú aðeins 1 högg. Spieth stefnir að sigri og sigri hann í mótinu verður hann 5. yngsti kylfingur til að hafa unnið 2 sigra á PGA Tour frá árinu 1900. Rory rétt náði í gegnum niðurskurð – meðan Adam Scott sem hætt var kominn eftir afleitan 1. hring upp á 77 högg „flaug“ í gegnum niðurskurðinn, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 06:30

Adam Scott kvæntur

Adam Scott kvæntist sænsku kærustu sinni til margra ára, Marie Kojzar, í lítilli athöfn á Bahama eyjum 17. apríl s.l.  stuttu eftir Masters mótið. Aðrir frægir á PGA Tour hafa kvænst á Bahamas s.s. Darren Clarke og Graeme McDowell. Aðeins nánasta fjölskylda og vinir og viðstaddir athöfnina, sem fram fór í húsi Scott á Bahamas eyjum. „Nú er þetta opinbert, ég er kvæntur og mjög hamingjusamur,“ sagði Scott, þegar hann kunngerði tíðindin. „Við ákváðum bara að drífa í þessu, við höfum þekkt hvort annað nógu lengi til þess að stökkva í djúpu laugina.“ „Það voru bara fjölskylda okar og nokkrir vinir viðstaddir og augljóslega er fullt af fólki sem við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 23:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnór Ingi og Andri Jón – 9. maí 2014

Það er Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2012, sem er annar afmæliskylfinga dagsins. Arnór Ingi fæddist 9. maí 1989 og á því 25 ára alveg eins og hinn afmæliskylfingur dagsins Andri Jón Sigurbjörnsson. Hér má komast á Facebooksíðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn:   Arnór Ingi Finnbjörnsson 25  ára (Innilega til hamingju með afmælið!)   Andri Jón Sigurbjörnsson  25 ára (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937);  Betty Jameson, 9. maí 1919 – 7. febrúar 2009) (Hún var einn af stofnendum LPGA); Sam Adams 9. maí 1946  (68 ára);  John Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 23:00

PGA: Kaymer leiðir enn í hálfleik the Players – Spieth höggi á eftir

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer heldur forystunni eftir 2. dag the Players Championship. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (63 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Jordan Spieth. Þeir tveir eru í nokkurri sérstöðu en sá sem er í 3. sæti, Russel Henley er á samtals 8 undir pari. Adam Scott komst í gegnum niðurskurð; átti hring upp á 67 og fór upp um hvorki meira né minna en 69 sæti og 10 högga sveifla milli hringja hjá honum!  Scott er nú í 64. sæti og spilar um helgina.  Skyldi honum takast að ná 16. sætinu og þar með 1. sætinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 20:00

Arnar Unnarsson fór holu í höggi með Mogga-lukkubolta!

Arnar Unnarsson á Morgunblaðinu fór holu í höggi á 13. braut Korpunnar. Boltinn sem varð honum til lukku var merktur Morgunblaðinu og má sjá á mynd af honum hér að neðan! Um afrekið skrifaði Arnar eftirfarandi á facebook síðu sína: „Jæja það kom að því….“HOLE IN ONE“ 13. braut Korpan 97 metrar 52′ wedge…..leit undan fannst höggið vera of stutt…svo byrjuðu félagarnir að hoppa og öskra…. vil þakka mömmu og Hjötta bró já og öllum sem hafa stutt mig í þessu stríði og að sjálfsögðu með Moggabolta.“ Arnar er 46 ára, í GR og frábær kylfingur í alla staði, langt umfram það sem lág forgjöf hans upp á 6 gefur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Þokunni létti – Leikar hafnir á Madeira!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, Madeira Islands Open, átti að hefjast í gær en fresta varð 1. hring vegna þoku. Nú er þokunni létt og hver kylingurinn á fætur öðrum að fara út. Til þess að fylgjast með gengi mála á Madeira Islands Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 09:00

GSG: Steinunn Jóns, Haraldur Jóns og Reynir Ólafsson sigruðu í 1. REK mótinu

Í gær, 8.maí 2014, fór fram 1. mótið í REK mótaröð eldri kylfinga á Suðurnesjum. Leikið var í 3 flokkum: konur 45 ára og eldri, karlar 50 ára og eldri og í flokki 65 ára og eldri karla. Þáttakendur voru 43. Í kvennaflokki voru 5 keppendur og þar sigraði Steinunn Jónsdóttir, GSG með 31 punkt.  Í flokki karla 50 ára og eldri sigraði Haraldur Jónsson, GVS á 37 pkt. og í flokki 65+ sigraði heimamaðurinn Reynir Ólafsson, GSG en hann var á 34 punktum. Úrslitin í heild voru eftirfarandi: Kvenkylfingar 45 + 1 Steinunn Jónsdóttir GSG 28 F 17 14 31 31 31 2 Guðrún M. Rogstad-birgisdóttir GSG 28 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 08:00

GA: Vinnudagur á morgun, laugardag 10. maí

Á morgun laugardaginn 10 maí 2014 verður vinnudagur á Jaðarsvelli á Akureyri. Hugmyndin er að hittast og gera skálann og hans umhverfi snyrtilegt. Það sem ætlunin er að gera er að bera á pallinn og úthúsgögnin.   Jafnramt að snyrta tré og runna í kringum skálann, taka aðeins til inn í skálanum og þrífa hann ásamt öðrum skemmtilegum verkefnum. Vinnudagurinn hefst kl. 10:00 og er boðið upp á léttar veitingar. GA vonast til að sjá sem flesta félagsmenn.