Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 08:00

GA: Vinnudagur á morgun, laugardag 10. maí

Á morgun laugardaginn 10 maí 2014 verður vinnudagur á Jaðarsvelli á Akureyri.

Hugmyndin er að hittast og gera skálann og hans umhverfi snyrtilegt.

Það sem ætlunin er að gera er að bera á pallinn og úthúsgögnin.   Jafnramt að snyrta tré og runna í kringum skálann, taka aðeins til inn í skálanum og þrífa hann ásamt öðrum skemmtilegum verkefnum.

Vinnudagurinn hefst kl. 10:00 og er boðið upp á léttar veitingar.

GA vonast til að sjá sem flesta félagsmenn.