Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2014
Það er Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður Lillý er fædd 11. maí 1962. Hólmfríður Lillý er móðir Ómars Sigurvins, Péturs Freys, sem stundaði nám og spilaði golf með golfliði Nicholls State í Louisiana og Rún, sem varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í flokki telpna 15-16 ára árið 2011. Fjölskyldan er öll í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hólmfríði Lillý til hamingju daginn hér að neðan: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar eru: Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (51 árs); Andrew Bonhomme (ástralskur kylfingur), 11. maí 1972 (42 árs); Michael Jancey „Briny“ Baird, 11. maí 1972 (42 árs); Lesa meira
Beverly Hanson minning
Hér fer í íslenskri þýðingu minningargrein, sem Neil Reid ritaði um Beverly Hanson, en Hanson var ein af brautryðjendum kvennagolfsins og í raun skelfilegt til þess að hugsa hversu hljótt var í golffréttamiðlum þegar einn af alfremstu kvenkylfingum heims um skeið lést nú fyrir skemmstu. Nú hafa nokkrir miðlar skammast til að bæta þar úr, þ.á.m. AP, en lesa má góða grein fréttastofunnar með því að SMELLA HÉR: En minningu Hanson verður haldið á lofti því orðspor hennar var gott og lifir og afrek hennar á golfsviðinu hafin yfir allan vafa. Henni þætti eflaust skrítið að skrifað væri um hana á íslenska golfsíðu, en þannig er nú einu sinni orðspor Lesa meira
Brúðkaup Adam Scott var svo leynilegt að jafnvel gestirnir vissu ekki að þeir væru boðnir í brúðkaup!
Golf 1 greindi fyrir nokkrum dögum frá því að Adam Scott hefði kvænst. Sjá með því að SMELLA HÉR: Nú hefir komið í ljós að Bahama-brúðkaup Adam Scott var svo leynilegt að jafnvel gestirnir vissu ekki að þeir væru boðnir í brúðkaup! Adam Scott upplýsti nokkur smáatriði um það hvernig honum og sænska arkítektinum, Marie, sem nú er eiginkona hans, tókst að laumupúkast með þennan stóra atburð í lífi þeirra í 3 mánuði. Foreldrar beggja vissu af því hvað til stóð …. en enginn annar. Scott bauð besta vini sínum, sigurvegara Opna bandaríska 2013, Justin Rose til veislunnar … en hann kom ekki, hann vissi ekki að um brúðkaup vinar Lesa meira
GL: Halldór Hallgríms sigraði á Húsmótinu
Húsmótið var haldið í gær, laugardaginn 10. mai á Garðavelli. Mótið var haldið í einstakri veðurblíðu með þátttöku 63 kylfinga úr röðum GL og gesta en um var að ræða innanfélagsmót. Úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf: 1. sæti: Halldór Hallgrímsson 38 punktar (19 punktar á seinni 9) 2. sæti: Hörður Kári Jóhannesson 38 punktar (17 punktar á seinni 9) 3. sæti: Rafnkell K. Guttormsson 38 punktar (16 punktar á seinni 9) Besta skor án forgjafar: Arnór Snær Guðmundsson 72 högg (keppti sem gestur – en hann var á besta skorinu) Af heimamönnum stóð sig best: Alexander Högnason 75 högg Nándarverðlaun: 3. braut: Kristinn J. Hjartarson 1,34m 18. braut: Búi Vífilsson 3,22 m Lesa meira
GKJ: Haukur Sörli fór holu í höggi!!!
Haukur Sörli Sigurvinsson úr golfklúbbnum Kili, GKJ, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í gær, 10. maí 2014 á fyrstu holu Hlíðavallar í Mosfellsbæ sem er par 3. Margir hafa farið holuna á einu höggi en Haukur var að gera það í annað skiptið á aðeins tveimur árum. Haukur er greinilega á heimavelli þarna og þekkir völlinn út og inn. Golf 1 óskar Hauki til hamingju með draumahöggið!!!
GG: Illa liðið sigraði í Veiðafæraþjónustu Scramble-num!
Blíðan var í aðalhlutverki í gær á Húsatóftavelli í Grindavík, þar sem Opna Veiðafæraþjónustu Texas Scramble fór fram. Úrslitin urðu eftirfarandi: Illa liðið sigrar með 61 höggi nettó, Gilli og gullfiskarnir náðu öðru sæti með því að vera einu höggi betri á síðustu 3 holum vallarins en bæði Halli, sem varð í 3. sæti og Gilli skiluðu inn nettó skori upp á 63 högg. Illa liðið 32 30 62 1 61 Gilli og gullfiskarnir 32 33 65 2 63 halli 29 33 62 -1 63 Næstur holu á 5.braut var Helgi Þóris GKG 2.09 m. en El Coyoteros vinnur þá nánd. Næstur holu á 18.braut var Magnús Kári Jónsson GKG 0.77 Lesa meira
Evróputúrinn: Scott Henry efstur á Madeira – mótið stytt í 36 holu mót
Í dag fer fram lokahringur Madeira Islands Open, móts vikunnar á Evrópumótaröðinni, þar sem þétt þoka hefir sett allt úr skorðum. Nánast ekkert var hægt að spila fyrstu 2 mótsdaganna og nú hefir verið tekin sú ákvörðun að stytta mótið í 36 holu mót og fer síðari hringurinn fram í dag. Eftir 1 spilaðan hring á Madeira Islands Open er Skotinn Scott Henry efstur á, en hann lék á 5 undir pari, 67 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Englendingarnir Lloyd Kennedy og Daníel Brooks. 8 kylfingar deila síðan 4. sætinu á 3 undir pari, 69 höggum þ.á.m. austurríski kylfingrinn Martin Wiegele. Til þess að sjá Lesa meira
PGA: Einvígi Kaymer og Spieth framundan – hápunktar 3. dags
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer og bandaríski táningurinn Jordan Spieth eru efstir og jafnir á The Players Championship á TPC Sawgrass í Flórída. Báðir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 204 höggum; Kaymer (63 69 72) og Spieth (67 66 71). Þessir tveir eru í nokkrum sérflokki 3 höggum á undan þeim sem koma næstir á eftir en það eru ástralski kylfingurinn John Senden og Spánverjinn Sergio Garcia, en báðir deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari, 207 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag The Players SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags The Players SMELLIÐ HÉR:
LET: Spilkova leiðir á Turkish Airlines Ladies Open
Það er tékkneska golfstjarnan Klara Spilkova sem leiðir fyrir lokahring Turkish Airlines Ladies Open, sem fram fer í National Golf Club í Belek, í Antalya, Tyrklandi. Mótið stendur 8.-11. maí og lýkur því í dag. Lokahringurinn er þegar hafinn. Spilkova er samtals búin að spila á 7 undir pari, 139 höggum. Í 2. sæti er hin skoska Vikki Laing aðeins 1 höggi á eftir. Það er síðan dönsk stúlka Malene Jörgensen sem er í 3. sæti á samtals 5 undir pari. Hin franska Valentine Derrey er síðan í 4. sæti og fast á hæla hennar eru Solheim Cup stjarnan Charley Hull og nokkuð óþekktari skosk stúlka Heather Macrae. Til þess að fylgjast Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Atli Þór og Þórhallur Arnar – 10. maí 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru Þórhallur Arnar Vilbergsson og Atli Þór Elísson. Þórhallur Arnar er fæddur 10. maí 1994 og á því 20 ára afmæli. Atli Þór er fæddur 10. maí 1964 og á því 50 ára stórafmæli! Komast má á heimasíðu afmæliskylfinganna, til þess að óska þeim til hamingju hér fyrir neðan: Þórhallur Arnar Vilbergsson F. 10. maí 1994 (20 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Atli Þór Elísson F. 10. maí 1964 (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, 10. maí 1927-10. júlí 2008); Jarmo Sakari Sandelin, Lesa meira










