Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 09:00

PGA: Hápunktar á 2. hring the Players – Myndskeið

Hér að neðan má sjá myndskeið með hápunktum 2. dags á The Players meistaramótinu, sem margir nefna 5. risamótið.

Martin Kaymer er enn í forystu en heldur hefir Jordan Spieth tekist að saxa á forystu Kaymer; en Spieth lék 2. hring á 66 höggum meðan Kaymer var „aðeins“ á 69 og bilið milli þeirra nú aðeins 1 högg.

Spieth stefnir að sigri og sigri hann í mótinu verður hann 5. yngsti kylfingur til að hafa unnið 2 sigra á PGA Tour frá árinu 1900.

Rory rétt náði í gegnum niðurskurð – meðan Adam Scott sem hætt var kominn eftir afleitan 1. hring upp á 77 högg „flaug“ í gegnum niðurskurðinn, þegar hann bætti sig um 10 högg milli daga.

Hér má sjá myndskeið frá hápunktum 2. dags á The Players SMELLIÐ HÉR: