Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 06:30

Adam Scott kvæntur

Adam Scott kvæntist sænsku kærustu sinni til margra ára, Marie Kojzar, í lítilli athöfn á Bahama eyjum 17. apríl s.l.  stuttu eftir Masters mótið.

Aðrir frægir á PGA Tour hafa kvænst á Bahamas s.s. Darren Clarke og Graeme McDowell.

Aðeins nánasta fjölskylda og vinir og viðstaddir athöfnina, sem fram fór í húsi Scott á Bahamas eyjum.

„Nú er þetta opinbert, ég er kvæntur og mjög hamingjusamur,“ sagði Scott, þegar hann kunngerði tíðindin.

„Við ákváðum bara að drífa í þessu, við höfum þekkt hvort annað nógu lengi til þess að stökkva í djúpu laugina.“

„Það voru bara fjölskylda okar og nokkrir vinir viðstaddir og augljóslega er fullt af fólki sem við vildum að hefðu verið með okkur en voru það  ekki þannig að við ákváðum bara að hafa athöfnina látlausa.

„Þetta snerist meira um að byggja þetta ekki upp í eitthvað gríðarstórt sem hefði farið úr skorðum en þetta var skemmtileg athöfn fyrir alla sem voru þarna og vonandi höldum við upp á þetta með öðrum vinum þegar við náum til þeirra.“

Scott hefir verið með ýmsum fegurðardísum í gegnum tíðina m.a hinni serbnesku Ana Ivanovic og bandarísku leikkonunni Kate Hudson.

Hin 32 ára Kojzar hefir skv. Australian AP verið með Scott frá því 2000 með hléum.

Kojzar var ekki í hefðbundnum hvítum brúðarkjól en Scott var hins vegar í jakkafötum með slaufu.

„Hún þarfnast ekki brúðarkjóls til að vera falleg,“ sagði geislandi Adam Scott.

„Við bara fórum í betri fötin en athöfnin var engu að síður í bakgarðinum hjá okkur.“