PGA: Mickelson pirraður á 1. hring á Players
Phi Mickelson á erfitt verk fyrir höndum ef hann ætlar sér að spila á The Players meistaramótinu nú um helgina. Mickelson lék TPC Sawgrass Stadium golfvöllinn á 3 yfir pari, 75 höggum, sem er hæsta skor hans frá því að lokahring hans 2009 í mótinu, en þá var hann á 76 höggum. Mickelson fékk m.a. 4 skolla og 11 feta pútt á 4. holu sem rataði ofan í var eini fuglinn hans á opnunarhring hans á The Players. Mickelson sem sigraði á The Players 2007 hitti aðeins 8 brautir og 13 flatir á tilskyldum höggafjölda og þarfnaðist 33 pútta. „Völlurinn er mjúkur og það er fullt af fuglafærum,“ sagði Mickelson. Lesa meira
PGA: Hvað gerðist eiginlega hjá Adam Scott á 1. hring the Players?
Fyrir Players mótið voru margir að spá í að 4 kylfingar gætu hrundið Tiger úr efsta sæti heimslistans. Sá sem átti mestu möguleikana á því er nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, en hann þarf aðeins að verða meðal efstu 16 til þess að honum takist það. En það er ekki margt sem bendir til að svo verði eftir 1. hring the Players, þar sem Scott lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er í einu neðsta sætinu T-133 af 144 keppendum og verður hreinlega að eiga hring ævi sinnar, bara til þess að komast í gegnum niðurskurð. Scott hefði getað verið í fríi á Bahamas – horft á Lesa meira
PGA: Glæsiörn Justin Leonard – Högg 1. dags á the Players – Myndskeið
Það var Justin Leonard sem átti högg 1. dags á The Players, en það var glæsiörn, sem flaug beint ofan í holu hjá honum! Reyndar var höggið svo mikið þegar boltinn lenti ofan í holunni að holan skemmdist og gera varð við hana. Leonard er fæddur 15. júní 1972 og er því 41 árs. Hann á að baki 12 sigra á PGA Tour þ.á.m. sigraði hann eftirminnilega í The Players mótinu 1998. Hér má sjá myndskeiðið af glæsierni Justin Leonard, þ.e. höggi 1. dags á The Players 2014 SMELLIÐ HÉR:
PGA: Kaymer efstur á The Players – Hápunktar 1. dags
Mikið af umræðunni fyrir 1. hring Players snerist um þá 4 sem gætu velt Tiger úr 1. sæti heimslistans. Eftir hringinn er ekki margt sem lítur út fyrir að svo verði í nánustu framtíð. Sá sem stal senunni var fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer, sem jafnaði í kvöld vallarmetið á TPC Sawgrass Stadium golfvellinum, með hring upp á 9 undir pari, 63 höggum og er í 1. sæti í fyrsta skipti í langan tíma. Kaymer hefir á undanförnum misserum verið á hraðferð niður heimslistann (er sem stendur í 61. sæti listans). Hann hefir unnið hörðum höndum að sveiflubreytingum hjá sér og það hefir tekið sinn toll í mótum Lesa meira
Viðtalið: Pétur Sigurdór Pálsson, GHG
Viðtalið í kvöld er við 12 ára sigurvegara Jaxlamóts Steingríms. Hann hefir þrátt fyrir ungan aldur verið sigursæll m.a. á meistaramóti í klúbbnum sínum, GHG og á Suðurlandsmótaröð barna og unglinga. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Pétur Sigurdór Pálsson. Klúbbur: Golfklúbbur Hveragerðis (GHG). Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík 8. janúar 2002. Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði til 5 ára aldurs og Hveragerði til dagsins í dag. Í hvaða starfi/námi ertu? Grunnskólanum í Hveragerði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Pabbi (Páll Sveinsson fgj. 11) og mamma (Arndís Mogensen fgj. 26) spila golf, Matthías eldri bróðir minn æfði en er hættur og kominn í tónlistina og litla systir mín , Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Benjamin Alvarado (7/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 19. sæti, en það er Benjamin Alvarado. Alvarado lék ekki eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og því bætti hann stöðu sína ekkert. Benjamín Alvarado fæddist 2. september 1985 í Santiago, Chile og er því 28 ára. Alvarado spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Arizona State University og hlaut All-American heiðursviðurkenningu árin 2006 og 2007. Alvarado gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Alvarado spilaði síðan á Challenge Tour árin 2008 og 2009; á Tour de Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Raphaël Jacquelin – 8. maí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin. Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og á því 40 ára stórafmæli í dag! Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi 1995 eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) var 20. sætið Lesa meira
Wozniacki vill verða ung móðir
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki, kærasta nr.11, Rory McIlroy sagði nýlega í blaðaviðtali að hún væri tilbúin til þess að hætta í tennis til þess að stofna fjölskyldu með Rory. Skötuhjúin trúlofuðu sig á nýársdag í Sydney og hafa tilkynnt að brúðkaup þeirra verði síðar á árinu í New York. Í viðtalinu ýjaði Wozniacki, sem er ári yngri en Rory, þ.e. 23 ára, að hún vildi verða tiltölulega „ung móðir.“ Þannig hefir the Irish Independent eftir Wozniacki á vefsíðu sinni: „Ég vil verða tiltölulega ung móðir og ég sé ekki að það sé neitt langt undan í framtíðinni.“ Caroline er nr. 14 á lista yfir bestu tenniskonur heims og hefir unnið sér inn Lesa meira
Golfdagar hefjast í Kringlunni í dag – SNAG í boði fyrir yngstu kynslóðina!
Nú eru flestir golfvellir búnir að opna eða eru að gera það á næstu dögum, upphaf golfvertíðarinnar er nú fagnað með sérstökum Golfdögum í Kringlunni. „Golfdagar í Kringlunni eru nú haldnir í annað skipti eftir frábærar viðtökur í fyrra þegar hátt í 60.000 manns lögðu leið sína á golfdaga. Fjölmargar verslanir bjóða golftengd tilboð og laugardaginn 10.maí verður sannkölluð golfhátíð í göngugötu Kringlunnar þar sem afrekskylfingar og golfkennarar verða á svæðinu og gefa góð ráð. Golfklúbbar og golftengdir aðilar kynna starfsemi sína og bjóða kylfingum ýmis tilboð. Gestum gefst kostur á að taka þátt í keppni um lengsta upphafshöggið auk spennandi púttkeppni og fl. Keppt verður í karla – og Lesa meira
Tiger spilar í nýrri liðakeppni í Argentínu
Ef Tiger verður orðinn nógu góður í bakinu mun hann ásamt Matt Kuchar spila í nýrri liðakeppni í Argentínu, sem fram fer seint í október staðfesti umboðsmaður hans, Mark Steinberg, í gær. Tiger mun ekki verja titil sinn í The Players Championship, sem hefst á TPC Sawgrass í kvöld, til að hvíla bakið, en er búinn að slá til að spila í Buenos Aires 21.-26. október n.k. Í fjölmörgum golffréttamiðlum í Suður-Ameríku var því gefið undir fótinn að Tiger kynni að spila í nýju liðakeppninni í Argentínu, sem ber nafnið the Americas Golf Cup og mun fara fram annaðhvort í Nordelta golfklúbbnum eða Pilar golfklúbbnum. Steinberg sagði „samninginn nú vera kominn Lesa meira










