Eimskipsmótaröðin (4): Tinna er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014!!!
Það er Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, sem er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014! Tinna sigraði keppinaut sinn í úrslitaviðureigninni, Karenu Guðnadóttur, GS, nokkuð örugglega 5&4, á 14. flöt. Í 8 manna úrslitum sigraði Tinna, Berglindi Björnsdóttur, GR, 3&1 og í undanúrslitunum í morgun vann Tinna frænku sína Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, 2&1. Í leik um 3. sætið sigraði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Heiðu Guðnadóttur, GKJ, 2&0. Íslandmeistari kvenna í holukeppni 2014, Tinna Jóhannsdóttir er fædd 17. maí 1986 og er því 28 ára. Tinna byrjaði í golfi 12 ára, eftir að hafa farið á námskeið hjá Keili. Þetta er ekki fyrsti Íslandsmeistaratitill Tinnu en hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (4): Kristján Þór Einarsson er Íslandsmeistari í holukeppni 2014!!!
Kristján Þór Einarsson, GkJ, vann Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni 2014, nú síðdegis á gamla heimavelli sínum, en Kristján Þór þekkir Hvaleyrina mjög vel; varð m.a. klúbbmeistari Keilis 2012 s.s. mörgum er í fersku minni, eftir eitt lengsta umspil í sögu klúbbsins og rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Þetta ár 2012 urðu Kristján Þór og Tinna Jóhannsdóttir, GK einmitt bæði klúbbmeistarar Keilis og í dag eru þau Íslandsmeistarar í holukeppni á vellinum, sem þau þekkja svo vel! Segja má að Kristján Þór sé vel að sigrinum kominn því hann sigraði besta/forgjafarlægsta kylfing Íslands, sjálfan Birgi Leif Hafþórsson, GKG, í 8 manna úrslitum, 2&0 og síðan Harald Franklín Magnús, GR Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (4): Kristján Þór og Tinna Íslandsmeistarar í holukeppni 2014!
Nú rétt í þessu var verið að krýna Kristján Þór Einarsson, GKJ og Tinnu Jóhannsdóttur, GK Íslandsmeistara í holukeppni 2014. Meiri umfjöllun um Íslandsmótið í holukeppni verður hér á Golf 1 í kvöld. Helstu úrslit í Íslandmótinu í holukeppni voru þessi: 1. sæti Kristján Þór Einarsson, GKJ, Íslandsmeistari í holukeppni 2014. 2. sæti Bjarki Pétursson, GB. 3. sæti Stefán Már Stefánsson, GR. 4. sæti Haraldur Franklín Magnús, GR. Helstu úrslit í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni voru eftirfarandi: 1. sæti Tinna Jóhannsdóttir, GK, Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014. 2. sæti Karen Guðnadóttir, GS. 3. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. 4. sæti Heiða Guðnadóttir, GKJ.
Evróputúrinn: Fabrizio Zanotti sigraði í Köln… e. 4 manna bráðabana
Fabrizio Zanotti varð í dag fyrsti kylfingurinn frá Paraguay til þess að sigra á móti á Evrópumótaröðinni. Það gerði hann nú á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, BMW International Open, sem fram fór á Golf Club Gut Lärchenhof, hjá Köln í Þýskalandi. Eftir hefðbundnar 72 holur voru 4 kylfingar efstir og jafnir á samtals 19 undir pari, 269 högg: Zanotti, Rafa Cabrera-Bello, Grégory Havret og Henrik Stenson. Það kom því til 4 manna bráðabana, þar sem þurfti 5 holu leik til þess að gera út um leikinn. Á fyrstu holu, sem spiluð var aftur og aftur par-4 18. holunni, fengu allir par. Á 2. holu datt Havret út þar sem hann Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Kristján Þór og Bjarki – Tinna og Karen keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitlana í holukeppni!
Í morgun fóru fram undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá undanúrslitunum með því að SMELLA HÉR: Í karlaflokki mættust Kristján Þór Einarsson, GKJ og Haraldur Franklín Magnús, GR annars vegar og Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB hins vegar. Leik Kristján Þórs og Haraldar Franklín lauk með sigri Kristjáns Þór 2&1. Bjarki vann Stefán Má á 20. holu Í kvennaflokki mættust systurnar Karen, GS og Heiða, GKJ Guðnadættur og þar hafði Karen betur 4&3. Í hinum leiknum mættust frænkurnar og heimakonurnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Tinna Jóhannsdóttir, GK og þar sigraði Tinna 2&1. Úrslitaleikirnir eru hafnir en þar Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Undanúrslit á Securitasmótinu – Íslandsmótinu í holukeppni – á Hvaleyrinni hjá GK – 29. júní 2014 – Myndasería
Peter Kostis greinir sveiflu Freddie Jacobson
Fredrik Jacobson er sænskur kylfingur sem spilar á PGA mótaröðinni bandarísku. Jacobson er fæddur 26. september 1974 og verður þvi 40 ára á árinu. Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 20 árum og hefir á ferli sínum 1 sinni sigrað á PGA mótaröðinni og 3 sinnum á Evrópumótaröðinni. Besti árangur á risamótum er T-5 árangur á Opna bandaríska. Freddie er nú í fréttum vegna þess hversu vel honum er að ganga á Quicken Loans National mótinu á PGA mótaröðinni, en fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag, deilir hann 3. sætinu með Seung-Yul Noh og er meðal þeirra sem eiga raunhæfan möguleika að sigra í mótinu. Peter Kostis er golfskýrandi Lesa meira
Evróputúrinn: Larrazabal leiðir á BMW Int. Open – Hápunktar 3. dags
Spænski kylfingurinn, Pablo Larrazabal er búinn að tylla sér í efsta sætið eftir 3. dag BMW International Open sem fram fer í Golf Club Gut Lärchenhof, í Köln, Þýskalandi. Larrazabal er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (69 63 67). Larrazabal hefir verið nokkuð í golffréttum í ár, en þá aðallega vegna slysfara en hann var m.a. fyrir því óláni að geitungasvarmur réðist á hann í móti fyrr á árinu í Malasíu – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Sjá einnig nýlega frétt um Larrazabal með því að SMELLA HÉR: Þremur höggum á eftir eru hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar, Lesa meira
PGA: Reed efstur fyrir lokahringinn á Quicken Loans
Það er Patrick Reed, sem leiðir fyrir lokahring Quicken Loans National mótsins. Reed er búinn að spila á samtals 6 undir pari, 207 höggum (68 68 71). Á hæla honum í 2. sæti koma Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu, Freddie Jacobson frá Svíþjóð og Ástralinn Marc Leishman; allir á samtals 4 undir pari, hver. Hópur 6 kylfinga deilir síðan 5. sætinu, er á samtals 3 undir pari hver: þ.e. þeir: Richard H. Lee; Shawn Stefani; Ben Martin; Justin Rose, Brendon DeJonge og Hudson Swafford. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Quicken Loans National mótsins SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2014 (4): 4 góðir komnir í 4 manna úrslit!
Viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni voru bæði skemmtilegar og þrælspennandi. Eftirfarandi 4 kylfingar eru komnir í undanúrslit: Kristján Þór Einarsson, GKJ; Haraldur Franklín Magnús, GR; Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB. Kristján Þór hefndi ófaranna frá því í Borgarnesi á 3. mótinu á Eimskipsmótaröðinni, þ.e. Símamótinu í Borgarnesi og vann Birgi Leif Hafþórsson, GKG, 2&0. Haraldur Franklín, GR mætti Heiðari Davíð, GHD og hafði betur 3&1. Heimamaðurinn Benedikt Árni Harðarson, GK, laut lægra haldi fyrir GR-ingnum Stefáni Má Stefánssyni, 3&2. Síðan vann Bjarki Pétursson, GB, Rúnar Arnórsson, GK 1&0. Þeir sem mætast í 4 manna úrslitunum á morgun eru: 1. Kristján Þór Einarsson, GKJ Lesa meira










