Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 07:00

Peter Kostis greinir sveiflu Freddie Jacobson

Fredrik Jacobson er sænskur kylfingur sem spilar á PGA mótaröðinni bandarísku.

Jacobson er fæddur 26. september 1974 og verður þvi 40 ára á árinu.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 20 árum og hefir á ferli sínum 1 sinni sigrað á PGA mótaröðinni og 3 sinnum á Evrópumótaröðinni.  Besti árangur á risamótum er T-5 árangur á Opna bandaríska.

Freddie er nú í fréttum vegna þess hversu vel honum er að ganga á Quicken Loans National mótinu á PGA mótaröðinni, en fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag, deilir hann 3. sætinu  með Seung-Yul Noh og er meðal þeirra sem eiga raunhæfan möguleika að sigra í mótinu.

Peter Kostis er golfskýrandi og golfkennari sem m.a. hefir verið hluti af golfkennarateymi Golf Digest í 20 ár.

Meðfylgjandi er myndskeið þar sem Peter Kostis greinir sveiflu Freddie,  en gott er að læra af því að skoða svona upptökur og ekki verra að fá greiningu sérfræðings með!  Við greininguna notaði Kostis Konica Minolta Bizhub Swing Vision.

Til þess að sjá myndskeiðið, þar sem Peter Kostis greinir sveiflu Freddie SMELLIÐ HÉR: