Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 15:00

Evróputúrinn: Fabrizio Zanotti sigraði í Köln… e. 4 manna bráðabana

Fabrizio Zanotti varð í dag fyrsti kylfingurinn frá Paraguay til þess að sigra á móti á Evrópumótaröðinni.

Það gerði hann nú á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, BMW International Open, sem fram fór á Golf Club Gut Lärchenhof, hjá Köln í Þýskalandi.

Eftir hefðbundnar 72 holur voru 4 kylfingar efstir og jafnir á samtals 19 undir pari, 269 högg: Zanotti, Rafa Cabrera-Bello, Grégory Havret og Henrik Stenson.

Það kom því til 4 manna bráðabana, þar sem þurfti 5 holu leik til þess að gera út um leikinn. Á fyrstu holu, sem spiluð var aftur og aftur par-4 18. holunni, fengu allir par. Á 2. holu datt Havret út þar sem hann fékk ekki fugl eins og hinir 3. Næst datt Rafa út á 4. holu og á 5. holu (þeirri 17.) réðust úrslitin milli Zanotti og Stenson … og Zanotti stóð uppi sem sigurvegari.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: