Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 18:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): 4 góðir komnir í 4 manna úrslit!

Viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni voru bæði skemmtilegar og þrælspennandi.

Eftirfarandi 4 kylfingar eru komnir í undanúrslit: Kristján Þór Einarsson, GKJ; Haraldur Franklín Magnús, GR; Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB.

Kristján Þór hefndi ófaranna frá því í Borgarnesi á 3. mótinu á Eimskipsmótaröðinni, þ.e. Símamótinu í Borgarnesi og vann Birgi Leif Hafþórsson, GKG, 2&0.

Haraldur Franklín, GR mætti Heiðari Davíð, GHD og hafði betur 3&1.

Heimamaðurinn Benedikt Árni Harðarson, GK, laut lægra haldi fyrir GR-ingnum Stefáni Má Stefánssyni, 3&2.

Síðan vann Bjarki Pétursson, GB, Rúnar Arnórsson, GK  1&0.

Þeir sem mætast í 4 manna úrslitunum á morgun eru:

1. Kristján Þór Einarsson, GKJ g. Haraldi Franklín Magnús, GR.

2. Stefán Már Stefánsson, GR g. Bjarka Péturssyni, GK.