Kristján Þór efstur á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar – Björgvin með flesta titla
Íslandsmótið í holukeppni, Securitasmótið, var fjórða mótið af alls sjö á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Það eru aðeins þrjú mót eftir, Íslandsmótið höggleik í júlí og síðan fara fram tvö mót í ágúst, fyrst á Garðavelli og lokamótið fer fram á Akureyri. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni í gær. Bjarki Pétursson úr GB í Borgarnesi er annar en hann tapaði fyrir Kristjáni í úrslitaleiknum. Gísli Sveinbergsson úr Keili er þriðji og Ragnar Már Garðarsson úr GKG er fjórði en hann sigraði á fyrstu tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar; Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils-Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu. Lesa meira
GF: Heiður Björk og Eiður Ísak klúbbmeistarar 2014
Meistaramót Golfklúbbs á Flúða (GF) fór fram nú um helgina 28.-29. júní 2014. Þátttakendur voru 35 og keppt í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GF 2014 eru Eiður Ísak Broddason og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir. Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1. flokkur kvenna 1 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir GF 6 F 45 46 91 21 84 91 175 35 2 Eygló Geirdal Gísladóttir GS 17 F 42 50 92 22 94 92 186 46 2. flokkur kvenna 1 Ásdís Rafnar GR 19 F 48 48 96 26 98 96 194 54 2 Steinunn G Kristinsdóttir GR 25 F 50 50 100 30 97 100 197 57 3 Jakobína Eygló Benediktsdóttir GF 29 F 59 61 Lesa meira
GL: Ingibjörg Ketilsdóttir, GR – Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir, GL og Kolbrún Haraldsdóttir, GVG sigruðu á Opna Helenu Rubinstein!
Árlega Helena Rubinstein Open mótið fór fram í blíðskaparveðri Garðavelli, Akranesi, laugardaginn 28. júní 2014. Þátttakendur voru 84 frá 18 golfklúbbum á landinu og kepptu sem fyrr flokkaskipt í 3 forgjafarflokkum um glæsilega vinninga: Helena Rubinstein snyrtivörur. Sjá má nokkrar myndir frá mótinu með því að SMELLA HÉR og SMELLA HÉR: en ljósmyndari er Jensína Valdimarsdóttir. Í mótinu voru veitt vegleg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Nándarverðlaunin féllu í skaut eftirfarandi kvenna: 3. braut: Margrét Elsa Sigurðardóttir GK, 3,47 m. 8. braut: Ingveldur Bragadóttir GKJ 1,32 m. 14. braut: Guðrún Erna Guðmundsdóttir GO 8,22 m. 18. braut: Hugrún Elísdóttir GVG 3,69 m. Mikil eftirvænting er jafnan fyrir verðlaunaafhendingu Lesa meira
GA: 189 þátttakendur í Arctic Open
Dagana 26.-28. júní s.l. fór hið árlega Arctic Open fram á Akureyri, í 28. skipti. Þátttakendur að þessu sinni voru 189, þar af 27 kvenkylfingar. Um 36 holu mót er að ræða þar sem spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag. Keppnisform er punktakeppni með og án forgjafar, leikið er í einum opnum flokki auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir besta skor í kvennaflokki og öldungaflokki karla. Mótið er vinsælt meðal erlendra keppenda og í ár tók m.a. þátt Oliver Horovitz, sem ritaði bókina vinsælu „An American Caddy in St. Andrews.“ Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Besta skor kvenna: Björg Traustadóttir, GÓ 30 yfir pari, 172 högg (83 Lesa meira
GKS: Af endurskipulagningu Leirutanga og framkvæmdum við nýja golfvöllinn
Edwin Roald, golfvallarhönnuður kemur ásamt Ármann Viðari Sigurðssyni, byggingarfulltrúa Fjallabyggðar, að endurskipulagningu á Leirutanga á Siglufirði. Skv. tillögum þeirra segir m.a. „Lagt er til að tjaldsvæði verði á norðurhluta tangans, einkum til að draga úr gönguvegalengd til og frá miðbæ Siglufjarðar, og að friðland fugla verði á sunnanverðri uppfyllingunni, þar sem fuglalíf er einna mest í dag. Kría og æðarfugl eru meðal mest áberandi tegunda og er hér gengið út frá því að finna þurfi heppilega og varanlega lausn sem tryggt getur að tjaldsvæðisgestir og krían geti átt samleið á tanganum án þess að úr verði of mikið ónæði,“ segir í umfjöllun Edwins og Ármanns. Edwin Roald og félagar vinna Lesa meira
GHR: Ragnhildur á besta skori kvenna í Sothys mótinu
Í gær, sunnudaginn 29. júní fór fram á Strandarvelli á Hellu Opna Sothys mótið. Þátttakendur voru 42, þar af 14 kvenkylfingar, en veitt voru 3 verðlaun í höggleik og punktakeppni, bæði í karla- og kvennaflokki. Helstu úrslit mótsins eru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar Konur 1. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir GR 72 högg 2. sæti Ingibjörg Bjarnardóttir GS 87 högg 3. sæti Katrín B. Aðalbjörnsdóttir GHR 90 högg Karlar 1. sæti Erlingur Snær Loftsson GHR 71 högg 2. sæti Jón Haukur Guðlaugsson GR 72 högg 3. sæti Jón Andri FinnssonGR 74 högg Punktakeppni Konur 1. sæti Herdís Sveinsdóttir GR 33 punktar 2.sæti Þórunn Elva Bjarkadóttir GR 32 punktar 3.sæti Sigríður Olgeirsdóttir Lesa meira
LPGA: Lewis vann Walmart NW Championship
Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis, stóð uppi sem sigurvegari á Walmart NW Championship. Hún lék samtals á 12 undir pari, 201 höggi (70 66 65). Þetta er 3. sigur Lewis á LPGA í ár og fyrir hann fékk hún $ 300.000,- . Stacy hafði svo að segja flestalla áhangendur á sínu bandi en hún var í háskóla í Arkansas og margir komnir til að hvetja hana áfram. Eftir sigurinn sagði Stacy m.a.: „Þegar ég kom fyrst hingað í skólann var ég virkilega feimin, en það hefir vaxið af mér gegnum árin. …. Ég hef fundið að þeim mun meiri samskipti sem ég á við áhangendur, þeim mun Lesa meira
Champions Tour: Langer sigraði á the Constellation Champions e. bráðabana við Jeff Sluman – Hápunktar 4. dags
Þýski kylfingurinn Bernhard Langer sigraði á the Constellation Senior Players Championship sem lauk í Fox Chapel golfklúbbnum, 29. júní 2014 í Pittsburgh, Pennsylvaníu. Áður var hann þó búinn að gefa frá sér 4 högga forystu, sem hann var með fyrir lokahringinn, sem er óvenjulegt fyrir hann. „Þetta var svo ólíkt mér“ sagði Langer að sigri loknum. „Venjulega er ég aðeins stöðugri.“ Langer lék samtals á 15 undir pari, 265 höggum líkt og Jeff Sluman; Langer (65 64 66 70) og Sluman (69 67 64 65) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Langer sigraði á 2. holu bráðabanans, en spila þurfti 18. holu Congressional tvisvar þar til úrslit fengust. Lesa meira
PGA: Justin Rose sigraði á Quicken Loans mótinu – Hápunktar 4. dags
Það var meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose, sem sigraði á Quicken Loans National mótinu. Rose lék á samtals 4 undir pari, 280 höggum, líkt og Shawn Stefani; Rose (74 65 71 70) en Stefani (74 68 68 70). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Rose og Stefani, sem Rose sigraði í þegar á 1 holu þegar hann fékk par en Stefani skramba. Þriðja sætinu deildu Ben Martin og Charley Hoffman 1 höggi á eftir þeim Rose og Stefani. Til þess að sjá lokastöðuna á Quicken Loans National mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags Quicken Loans National mótsins SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Kolbeinsdóttir – 29. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Kolbrún Kolbeinsdóttir. Kolbrún er fædd 29. júní 1964 og á því stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kolbrúnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kolbrún Kolbeinsdóttir (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (61 árs); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (38 ára); Jóel Gauti Bjarkason, GKG, 29. júní 1998 (16 ára – Var einn af 17 unglingum sem þátt tóku í Finnish International Junior Championship) ….. og …… Egill Ragnar Gunnarsson (18 ára) Hans Steinar Bjarnason (41 árs) Þórir Tony Guðlaugsson (45 ára) Sigurður Pétursson (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira










