Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin (4): Kristján Þór og Tinna Íslandsmeistarar í holukeppni 2014!

Nú rétt í þessu var verið að krýna Kristján Þór Einarsson, GKJ og Tinnu Jóhannsdóttur, GK Íslandsmeistara í holukeppni 2014.

Meiri umfjöllun um Íslandsmótið í holukeppni verður hér á Golf 1 í kvöld.

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Helstu úrslit í Íslandmótinu í holukeppni voru þessi:

1. sæti Kristján Þór Einarsson, GKJ, Íslandsmeistari í holukeppni 2014.

2. sæti Bjarki Pétursson, GB.

3. sæti Stefán Már Stefánsson, GR.

4. sæti Haraldur Franklín Magnús, GR.

Frænkurnar urðu í 1. og 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni; Íslandsmeistarinn Tinna til hægri og Guðrún Brá til vinstri. Mynd: Golf 1

Frænkurnar urðu í 1. og 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni; Íslandsmeistarinn Tinna til hægri og Guðrún Brá til vinstri. Mynd: Golf 1

Helstu úrslit í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni voru eftirfarandi:

1. sæti Tinna Jóhannsdóttir, GK, Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014.

2. sæti Karen Guðnadóttir, GS.

3. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

4. sæti Heiða Guðnadóttir, GKJ.