Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2022 | 20:45

Masters 2022: Eitt flottasta mómentið á lokahringnum hjá Scheffler

Eitt allra flottasta mómentið hjá Scottie Scheffler á lokahringnum á Masters var á 3. braut Augusta (Flowering Peach).

Þetta er par-4 u.þ.b. 320 metra braut.

Bæði Scottie og Cam Smith voru í vandræðum eftir upphafshögginn, en hvorugur var á braut. Þar að auki var Cam búinn að fá tvo fugla meðan Scottie var „bara“ á pari. Cam ætlaði sko að mæta ákveðinn til leiks og taka þetta snemma á hringnum.

Flötin er upphækkuð og Scottie hitti hana þannig í 2. og aðhöggi sínu að boltinn rúllaði niður hæðina.

Hann þurfti því að chippa …. og viti menn boltinn fór beint ofan í ….. gæsahúðarmóment!!!

Cam fékk skolla á þessa braut.

Þarna fór Scottie í 10 undir par og Cam sem var kominn óþægilega nærri honum aftur „niður“ í 7 undir par – og allt í einu aftur 3 högga munur aftur á þeim. Þetta er svo sannarlega eitt af þeim andartökum, sem sneru leiknum.

Sjá má Scottie spila 3. holu Augusta (Flowering Peach) með því að SMELLA HÉR: