Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2022 | 21:53

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar í 3. sæti á Redbird Inv.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í „The Huskies“, golfliði Northern Illinois University (skammst.: NIU) tóku þátt í Redbird Invitational.

Mótið átti að fara fram dagana 8.-9. apríl 2022, en var stytt úr 3. hringja móti sem það átti að vera í tveggja hringja mót.

Mótsstaður var Weibring golfklúbburinn í Normal, Illinois.

Jóhanna Lea lék fyrstu tvo hringina á samtals 157 höggum (78 79).

Hún varð T-27 af 59 þátttakendum mótsins.

Sjá má lokastöðuna á Redbird Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót „The Huskies“ er MAC Championship, sem fram fer 22.-24. apríl n.k. í Stone Oak Country Club, í Toledo, Ohio.