Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2022 | 22:28

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar T-6 á The Aggie Inv.

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas háskólanum tóku þátt í The Aggie Invitational.

Mótið fór fram dagana 9.-10. apríl í Traditions Club, í Bryan, Texas.

Þátttakendur voru 75 frá 12 háskólum.

Hlynur lék á samtals 22 yfir pari (72 88 78) og varð T-56.

Lið North Texas varð T-6 og var Hlynur á 4. besta skori liðsins.

Sjá má lokastöðuna á The Aggie Inv með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót North Texas er 25.-28. apríl n.k. en það er Conference USA Championship í Texarkana, Texas.