Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (15/2022)

Einn stuttur á ensku: What did Nat King Cole sing after he won a round of golf? Un-fore-gettable, in every way.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2022 | 18:00

Masters 2022: Adam Scott spilaði 3. hring á 80!!!

Snjókerling!!! Ótrúlegt!!! Fyrrum Masters sigurvegarinn (2013) Adam Scott var með snjókerlingarskor á 3. hring Masters – heil 80 högg!!! Á 3. hring fékk Scott aðeins 2 fugla, en hins vegar 8 skolla og á 17. (Nandinu) jafnvel tvöfaldan skolla. Niðurstaðan: Hringurinn kláraðist á +8.  Samtals hefir Scott spilað á 12 yfir pari, 228 höggum (74 74 80). Scott og Harold Varner III voru þeir einu, sem spiluðu á 80, af þeim sem komust gegnum niðurskurð og vermir Scott nú neðsta sætið (en Varner III er T-36 (71 71 80). Sjá má stöðuna eftir 3. dag Masters með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Adam Scott við gleðilegra tilefni árið 2013 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Seve Ballesteros og Hörður H. Arnarson –– 9. apríl 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Seve Ballesteros og Hörður Hinrik Arnarson. Seve hefði orðið 65 ára í dag en hann lést, langt um aldur fram, 7. maí 2011. Hann sigraði á 90 mótum , sem atvinnukylfingur þar af 50 sinnum á Evróputúrnum og er hann til dagsins í dag sá sem hefir unnið flest mót á þeirri mótaröð. Jafnframt sigraði hann 9 sinnum á PGA Tour og 5 risatitla, en aðeins á The Masters og Opna breska. Hörður Hinrik er landsþekktur golfkennari, sem m.a. hefir kennt fjölmörgum Íslendingum á öllum stigum golfsins bæði hér heima og á Spáni, á Costa Ballena og Montecastillo. Jafnframt er hann framkvæmdastjóri GolfSögu ehf. Komast má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2022 | 23:30

Masters 2022: Scheffler efstur í hálfleik

Það er nr. 1 á heimslistanum Scottie Scheffler, sem tekið hefir forystuna á 1. risamóti ársins í karlagolfinu, The Masters. Hann kom í hús í dag á stórglæsilegu skori 5 undir pari, 67 höggum. Hann fékk 2 skolla og 7 fugla á hringnum. Heildarskor Scheffler sem af er, er því 8 undir pari, 136 högg (69 67). Scheffler hefir nú í hvorki fleiri né færri en 5 högga forystu á næstu menn; þá Charl Schwartzel, Sungjae Im Hideki Matsuyama og Shane Lowry, sem allir hafa spilað á samtals 3 undir pari, hver. Tiger lék á 2 yfir pari í dag, 74 höggum og er því samtals á 1 yfir pari.  Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2022

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2022 | 12:00

Masters 2022: Heldur Tiger út? Ástæðan fyrir því að hann er ekki á golfbíl

Meginregla á PGA Tour er að kylfingar gangi keppnishringi og hafi kylfubera, sem ber golfútbúnað þeirra. Undanþága frá þessari reglu fékkst árið 2001 þegar Casey Martin, fyrrum kylfingur á PGA Tour, vann mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, þar sem fallist var á að honum ætti að vera heimilt að nota golfbíl á mótum PGA Tour. Martin, sem nú er yfirþjálfari karla í golfi í Oregon, þjáist af Klippel-Trenaunay-Weber heilkenni sem er blóðrásarsjúkdómur, sem varð til þess að hægri fótur hans rýrnaði og gerði honum erfitt um gang. Hann óskaði eftir undanþágu frá göngureglu PGA árið 1997, þegar hann var á mótaröðinni. Hann vildi nota golfbíl en var neitað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2022 | 08:00

Masters 2022: Uppskrift að ekta Pimento ostasamloku á la Masters

Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, fyrir 9 árum, þ.e.2013 til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka🙂). Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er sérlega góð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2022 | 23:00

Masters 2022: Im leiðir e. 1. dag

Það er Sungjae Im frá S-Kóreu sem leiðir eftir 1. dag á Masters risamótinu. Im lék á 5 undir pari, 67 höggum. Hann átti glæsibyrjun fékk 3 fugla á 1. 2. og 3. holu og bætti síðan 4. fuglinum við á 7. holunni. Á seinni 9 fékk Im tvo skolla á fyrstu tvær holurnar, en tók það glæsilega tilbaka á par-5 13. brautinni, þar sem hann fékk örn.  Hann lauk svo glæsihring sínum með fugli á 15. braut og kláraði síðan síðustu 3 holurnar á sléttu pari.  Niðurstaðan: 5 undir pari, 67 högg, sem gefur honum forystuna. Ástralinn Cameron Smith er í 2. sæti á 4 undir pari, 68 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og á því 41 árs afmæli í dag. Suzann er í dag, nr. 1344 á Rolex-heimslista kvenna og hefir hæst náð að vera í 2. sæti 2011 og 2013, en tókst aldrei að vera nr. 1. Bara nokkuð gott fyrir konu, sem hætt er að keppa, en hún dró sig úr atvinnugolfinu árið 2019, til að geta sinnt manni sínum og barni – Sjá má eldri frétt Golf 1 um giftingu Suzann og barneign með þv að  SMELLA HÉR:  Suzann var þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundaði mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2022 | 09:00

Masters 2022: Myndir og úrslit úr Par-3 keppninni

Hin hefðbundna Par-3 keppni fór fram í gær, 6. apríl 2022 á Augusta National. Mótið er meira afslappandi skemmtun en keppni og þar sýna þátttakendur, maka sína, kærustur og börn, sem oftar en ekki stela „show-inu“. Reyndar þykir ekkert sérlega gott að vinna par-3 keppnina, því engum hefir hingað til tekist að sigra bæði í Par-3 keppninni og síðan Masters risamótinu sjálfu. Í gær var lýst yfir að sameiginlegir sigurvegarar Par-3 keppninnar á Masters 2022 væru þeir Mike Weir og Mackenzie Hughes. Þeir voru báðir á 4 undir pari. Larry Mize, Kevin Na og Cameron Davis voru T-3 á 3 undir pari. T-6 urðu síðan Bernhard Langer og Si Woo á tveimur Lesa meira