Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2022 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Gerður á ótrúlegu skori 66 höggum á LSC meistaramótinu!

Gerður Ragnarsdóttir og „The Aggies“ golflið Cameron tóku þátt í Lone Star Conference Championship.

Mótið fór fram dagana 21-22.. apríl 2022, í Squaw Valley, Apache Links, Glen Rose, Texas

Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum.

The Aggie lönduðu 10. sætinu í liðakeppninni.

Gerður var á besta skori The Aggies 221 höggi (66 78 77) og varð T-21 í einstaklingskeppninni.

Ótrúlega lágt og stórglæsilegt skorið hjá Gerði á 1. hring – 66 högg!!!

Sjá má lokastöðuna á LSC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: