Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2022 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar sigruðu á Summit League Championship!

Íslandsmeistarinn í höggleik 2021, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver University tóku þátt í Summit League Championship.

Meistaramótið fór fram dagana 24.-26. apríl sl. í Sandcreek Station golfklúbbnum, í Newton, Kansas.

Þátttakendur voru 46 frá 9 háskólum.

Hulda Clara & félagar sigruðu í liðakeppninni; en Hulda Clara varð T-4 í einstaklingskeppninni með skor upp á 6 yfir pari, 222 högg (75 71 76).

Sjá má lokastöðuna á Summit League Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sigurinn veitir Huldu Clöru og félögum í Denver University þátttökurétt í NCAA Regionals, svæðismótinu, sem fram fer 9.-11. maí n.k.