Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2022 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & NIU urðu í 2. sæti á MAC Championship

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois háskóla (NIU) tóku þátt í MAC Championship.

Mótið fór fram dagana 22.-24. apríl 2022 í Stone Oak CC í Holland, Ohio.

Jóhanna Lea varð T-9 af 50 þátttakendum og lið hennar NIU hreppti 2. sætið í liðakeppninni af þeim 10 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Skor Jóhönnu Leu var 14 yfir pari, 230 högg (82 74 74).

Sjá má lokastöðuna á MAC Championship með því að SMELLA HÉR: