Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2015 | 09:30

PGA: Rose efstur e. 3. dag í Ohio

Það er enski kylfingurinn Justin Rose sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring The Memorial sem leikinn verður í kvöld.

Rose er með 3 högga forystu á næsta keppenda búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 67 66).

Í 2. sæti á samtals 12 undir pari eru forystumaður gærdagsins David Lingmerth frá Svíþjóð og Ítalinn Francesco Molinari.

Það eru því Evrópumenn sem raða sér í 3 efstu sætin.

Það er ekki fyrr en í 4. sæti sem við finnum fyrir Bandaríkjamann, þ.e. Jim Furyk, sem búinn er að spila á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: