Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2015 | 17:00

Evróputúrinn: Noren sigraði á Nordea Masters

Það var Svíinn Alexander Noren sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters, sem fram hefir farið s.l. 4 daga á PGA Sweden National.

Noren lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 68 67 71) og átti 4 högg á næsta keppanda Danann Sören Kjeldsen, sem virðist vera í hörkustuði þessa dagana, en hann sigraði nú nýverið á Opna írska, þar sem sjálfur Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð!

Kjeldsen var með 4 höggum umfram sigurvegarann þ.e. á  8 undir pari, 280 höggum (72 69 68 71).

Fjórir deildu síðan 3. sætinu: Svíarnir Jens Dantorp og Sebastian Söderberg; Maximilian Kiefer frá Þýskalandi og Alexander Levy frá Frakklandi.

Sem sagt 3 Svíar meðal efstu 6, sem er ansi sætur heimasigur!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: