Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 18:30

Monty hefir trú á Tiger

Þó Tiger hafi gengið illa að undanförnu er það einn sem hefir trú á Tiger; en það er fyrrum Ryder Cup fyrirliði Evrópu, Colin Montgomerie (Monty).

Hann ver Tiger, þegar aðrir segja að hann sé búinn sérstaklega eftir hring upp á 85! … sem er versti hringur á ferli Tiger.

Monty trúir að Tiger hafi ekki týnt niður leik sínum en sagði jafnframt að Tiger yrði að spila í fleiri mótum ef hann ætti að eiga raunhæfan möguleika á að sigra í mótum eins og Opna bandaríska.

Það er eitt að æfa á æfingasvæðinu, það er ágætt en að keppa skiptir öllu,“ sagði Monty í viðtali við Telegraph.  „Einu sinni í mánuði eða hvað hann hefir keppt oft er bara ekki nóg, sérstaklega þegar verið er að lagfæra hnökra í leik.“

Sumt fólk segir að hann hafi tapað niður leik sínum að fullu og öllu … þetta er bara þetta sama gamla. En ég held ekki að það sé nein hætta á því í augnablikinu vegna þess hvernig hann spilaði inn á milli.“

Að mínu mati er hann að ströggla vegna þess að hann hefir ekki verið að keppa nógu mikið – það er augljóst.  Að koma ekki til keppni fyrr í síðustu viku frá því á Players er of langur tími.  En það skiptir ekki máli hversu slæmt þetta var, ég held reyndar bara að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir hann að ná niðurskurði,“ sagði Monty.

Tiger náði niðurskurði eftir hringi uppá 73 70 áður en hann lauk leik 85 (versti hringur ferilsins) og 74.