Eva Karen Björnsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna 2015 (f.m).. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 14:15

Íslandsbankamótaröðin (2): Eva Karen Íslands- meistari í holukeppni í stúlknaflokki 2015!

Það var Eva Karen Björnsdóttir, GR, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki á Strandarvelli í gær, 7. júní 2015.

Eva Karen Björnsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2015. Mynd: Golf 1

Eva Karen Björnsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2015. Mynd: Golf 1

Í 4 manna undanúrslitum bar Eva Karen sigurorð af Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK, 4&3.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, vann sína viðureign gegn Elísabetu Ágústsdóttur, GKG, 4&2.

Það voru því Eva Karen og Hafdís Alda sem börðust til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

 

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Eva Karen vann úrslitaviðureignina 3&2.

Í keppninni um 3. sætið sigraði Eísabet, Sigurlaugu Rún 2&1

Elísabet Ágústsdóttir, GKG, varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Mynd: Golf 1

Elísabet Ágústsdóttir, GKG, varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Mynd: Golf 1

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Mynd. Golf 1

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Mynd. Golf 1

********************************************************

Eva Karen Björnsdóttir er fædd 4. mars 1998 og varð því 17 ára s.l. vor.

Hún hefir staðið sig vel í mótum Unglingamótaraðarinnar í öllum aldursflokkum.

Í fyrra, þ.e. júní 2014 var Eva Karen ein af 17 þátttakendum í  Finnish International Junior Championship og stóð sig best af íslensku kvenþátttakendunum.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Evu Karenu, sem tekið var fyrir 3 árum með því að SMELLA HÉR: